fbpx

2016 VAR ANNASAMT ÁR

LÍFIÐ

Ég fer yfir annasama árið mitt hjá Smartlandi Mörtu Maríu á MBL í dag. 2016 reyndi mikið á mig á mörgum sviðum. Ég eignaðist Gunnar Manuel son minn sem hefur frá fyrsta degi látið hafa mjög mikið fyrir sér. Á nýju ári, 2017, ætla ég að sofa meira (eða allavega sofa smá) og njóta vinnu minnar meira. Stundum var mjög erfitt að finna stöðuleikann milli fjölskyldu og vinnu en það kenndi mér líka að að taka eitt skref til baka og láta annað ganga fyrir þá stundina. Árið mitt var erfitt en líka mjög skemmtilegt og hér fer ég yfir það helsta sem stóð uppúr, á persónulegu nótunum.

Fín fyrirsögn …. ;) haha.

 

801150mbl

 

Hápunkt­ur árs­ins?
Hápunkt­ur 2016 í mínu lífi var þegar son­ur minn fædd­ist í byrj­un árs. Síðan þá hef ég ekki átt dauða stund.

Af­rek árs­ins?
Fæðing­in er að fara að stela þessu viðtali – er hægt að nefna eitt­hvað annað í þessu sam­hengi? Vik­an mín á þýska sjúkra­hús­inu topp­ar list­ann.

Skemmti­leg­ustu snapchat-ar­arn­ir á ár­inu að þínu mati?
Ég er ekki dug­leg að fylgj­ast með snöpp­ur­um en fylgi þó vin­konu minni ADHD-kis­unni – hún var frá­bær á mörg­um tíma­punkt­um. Svana á Svart á Hvítu er svo án efa nýji upp­á­halds snapp­ar­inn minn. Ég fylg­ist líka með Snorra Björns­syni í gegn­um mann­inn minn, hann er eitt­hvað svo viðkunn­an­leg­ur og lít­ill remb­ing­ur í hon­um. Ég mæli síðan hik­laust með Trend­net-snapp­inu (trend­net­is) sem er sí­fellt að sækja í sig veðrið.

Fyndn­asta atriði árs­ins?
Þó að mér hafi alls ekki þótt það fyndið á þeim tíma­punkti þá get ég hlegið að því núna. Við sem sagt eignuðumst barnið okk­ar í Þýskalandi. Ég var ekki kom­inn með tungu­málið á hreint og þá nótt sem litli Manu­el okk­ar kom í heim­inn var bara eng­inn ensku­mæl­andi starfsmaður á spít­al­an­um. Ég var al­veg brjáluð í bland við mikið stress þannig að álagði jókst til muna á eig­in­mann­inn sem þurfti að vera túlk­ur ofan á allt annað „Elísa­bet, þú átt að anda núna…“ var til dæm­is setn­ing sem hann notaði mikið.

Skrítn­asta upp­lif­un þín 2016?
Við fjöl­skyld­an erum oft­ast ekki að stressa okk­ur á hlut­un­um. Við keypt­um okk­ar fyrsta hús áður en við flutt­um til Svíþjóðar í sum­ar. Það er svo sem ekki frá­sögu fær­andi nema að við keypt­um 100 ára gam­alt hús án þess að hafa séð það. Þannig að það var skrít­in til­finn­ing að ganga inn á sitt eigið heim­ili und­ir þess­um kring­um­stæðum.
Skipu­lagði Sví­inn var frek­ar hissa á þessu hjá okk­ur en það er lík­lega ekki til einn ein­asti Svíi sem myndi leika þetta eft­ir. En þetta fór allt vel og við erum mjög sátt við kaup­in.

Upp­á­halds drykk­ur­inn þinn þetta árið?
Kaffi­boll­arn­ir hafa aldrei verið fleiri en ein­mitt þetta árið. Fyr­ir utan kaffið er það ískalt sóda­vatn í dós eða rautt vín í glasi þegar vel ligg­ur við.

Mest eldaði rétt­ur­inn í eld­hús­inu?
Föstu­dagspizz­an einu sinni í viku. Þunn­ur botn, pestó, hrá­skinka, mozzar­ella, basilica og inn í ofn. Toppað með fersk­ur tómöt­um, avoca­do, ruccola og par­mes­an-osti. Borið fram með góðu rauðvíns­glasi.

Upp­á­halds­lagið þitt á ár­inu?
Úff – hvað er ég hlusta á? Góð tips vel þegin hér.
Ég segi Christ­mas Lig­hts með Coldplay þar sem það eru jól núna og þeir eru ein­ir af fáum sem náðu að gera gott nýtt jóla­lag. Ann­ars leita ég alltaf í klass­ík­ina þegar ég spila jóla­lög – þegar þetta er skrifað er ég með Frank Sinat­ra í eyr­un­um.

Upp­á­haldsnet­síðan þín?
TREND­NET – þar eru bara góðar frétt­ir alla daga svo maður flett­ir bros­andi í gegn­um póst­ana. Ann­ars hef ég aldrei verslað jafn­mikið á net­inu og þetta árið. Net­versl­un er frá­bær þjón­usta fyr­ir upp­tekið fólk.

Upp­á­halds­blogg­ar­inn?
Ég get ekki gert upp á milli barn­anna minna en þau eru tólf tals­ins sem skrifa und­ir Trend­ent-hatt­inn og öll eiga þau hlut af mínu blogg­hjarta.

Besta bók sem þú last á ár­inu?
Bæk­urn­ar hafa verið á hill­unni á ár­inu vegna anna. Mig dreym­ir um gott frí með góða bók við hönd og sá draum­ur mun ræt­ast árið 2017. Ég skal svara þess­ari spurn­ingu að ári.

Fal­leg­asta augna­blik árs­ins?
Þegar son­ur minn fædd­ist og þegar systkin­in hitt­ust í fyrsta sinn. Fer að grenja bara við að hugsa um það augna­blik – ekk­ert fal­legra í heim­in­um.

Mest krefj­andi verk­efni árs­ins?
Mest krefj­andi verk­efni árs­ins var að finna stöðug­leik­ann í því að vera mamma og halda vinn­unni gang­andi á sama tíma, ósof­in og úrill með bros á vör.

Þakk­læti árs­ins?
Þakk­læti árs­ins fær tengdapabbi fyr­ir að hafa komið nýja (eld­gamla) sænska hús­inu okk­ar í flott stand á nokkr­um vik­um – besti smiður lands­ins ef þið spyrjið mig.
Ann­ars er ég þakk­lát fyr­ir fullt af hlut­um og verð sér­stak­lega meir yfir hátíðirn­ar – að eiga heil­brigð börn, vera ham­ingju­söm og ást­fang­in er ekki sjál­gef­inn hlut­ur.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GAMLÁRSKVÖLD: LÚKKIÐ

Skrifa Innlegg