fbpx

Kourtney Kardashian klæddist JÖR

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Kardashian systurnar Kim og Kourtney hafa verið á landinu síðustu daga. Ég fylgist ekki sérstaklega með þessari frægustu fjölskyldu í heimi en viðurkenni að mér þótti spennandi að sjá þær á Íslandi baðandi sig í athygli (og að elska það). Systurnar kvöddu Ísland í dag þegar þær flugu frá Keflavík en fréttasíðan Daily Mail birti þessar myndir þegar hún sagði frá ferðum þeirra frá landinu.

Það sem vekur athygli mína er að sjá Kourtney Kardashian klædda í íslenska hönnun (vei!) en svarti silkikjóllinn sem hún klæðist er frá JÖR by Guðmundur Jörundsson. Vel gert JÖR !! Frábært að sjá að íslenskir hönnuðir hafi náð að nýta sér heimsókn þeirra til góða. Svona selur …

335C825200000578-3549729-image-m-85_1461156751849

Svart á svart á svart var ferðadress dagsins  .. –

335C962300000578-3549729-image-m-92_1461156860254
Það var hún Andrea okkar á Trendnet sem klæddist sama kjól í tískusýningu hönnuðarins á RFF. Ég man vel eftir því mómenti og þeirri flottu drungalegu sýningu .. –

13023617_10208992502352739_862971996_n
Áfram Ísland!!

//

Kourtney Kardashian looked amazing in her new Icelandic design, JÖR, silk dress exiting Iceland today. She and her sister Kim Kardashian have been visiting my beautiful home country this week.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Köln Triangle

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Anna

  21. April 2016

  Var það ekki RFF 2014?

  • Elísabet Gunnars

   21. April 2016

   Jú, rétt. Tíminn líður hratt. En þetta var síðasta sýning JÖR …

   • Anonymous

    21. April 2016

    JÖR var líka í fyrra með fallega hvíta runwayin