Á LEIÐINNI: KKW BEAUTY

SNYRTIVÖRUR

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur xx

Ég pantaði mér loksins krem skyggingarstiftin frá KKW Beauty og eru þau á leiðinni til mín. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað KKW stendur fyrir en þá stendur það fyrir Kim Kardashian West og hefur hún lengi verið þekkt sem skyggingardrottningin. Kim er mjög umdeild og þar af leiðandi eru snyrtivörurnar hennar einnig búnar að vera mjög umdeildar. Hún byrjaði fyrst á því að koma út með krem skyggingarstifin en er komin með fleiri vörur núna. Það eru til fjórir litir af þessum krem skyggingarstifum og eru litirnir light, medium, dark og deep dark. Ég pantaði mér tvö sett, eitt í litnum light og annað í litnum medium en ég flakka mikið á milli lita vegna brúnkukrems notkunar.

Þótt að þessi stifi séu mjög umdeild en þá fengu þau samt sem áður þann titil að vera bestu krem skyggingarstifi árið 2017 hjá Allure, þannig hún hlýtur að hafa gert eitthvað rétt. Ég hlakka mikið til að prófa og segja ykkur hvað mér finnst en ég mun líklegast henda í aðra færslu þegar ég fæ þessar vörur í hendurnar.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

… fullkomnun

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

No joke.. it’s puurfect!

Kerti og nóg af þeim.. það er ég. Ég á svo mörg kerti að ég þurfti að gefa þeim heila hillu í eldhússkápnum. En ekkert kerti getur toppað þetta sem ég fékk í vikunni (lyktin er líka sööömþin’ else). Ég mætti alveg eyða peningnum í skynsamari hluti en kerti í orlofinu, en þegar kertaskálin lýsir upp hið svartasta skammdegi og veitir manni yfirborðskennda hamingju í tvo daga… þá er þetta í lagi. Ég er auðvitað að ýkja aðeins en bah, hjálp – f a l l e g t. Svo var blómavasinn líka búin að röfla í mér út í eitt.. að biðja um systkini og ég ákvað að gefa undan. Nú er bræðurnir orðnir tveir (sjá hér). Meðvirk og ljúf móðir sem ég er.

Ég henti Jónatan ofan á Kim.. ég hef fengið nokkra gesti í heimsókn sem hafa klórað sér í hausnum og velt því fyrir sér af hverju ég vilji eiga þessa bók. Samt kíkja allir í hana – og allir eiga það sameiginlegt að staldra sérstaklega við á svörtu blaðsíðunum. Mér finnst þetta skemmtilega grilluð bók (sem ég tengi þó sérstaklega lítið við) en það er gaman að hafa hana á borðinu.. ætli ég kaupi ekki líka seinni útgáfuna sem kom út fyrir einhverjum mánuðum?


KIM KARDASHIAN Á PARIS FASHION WEEK:

FAMOUSTÍSKA

Ctm-4EEXEAAG4Q6

Mér finnst Kim Kardashian alltaf glæsileg & ég er mjög hrifin af stílnum hennar & Kanye West. Kim Kardashian ásamt systrum sínum fóru á Paris Fashion Week. Mér fannst gaman að fylgjast með outfit-um hennar á meðan Paris Fashion Week stóð yfir. Kim Kardashian var virkilega glæsileg & ég kolféll fyrir outfit-unum hennar á Fashion Week í París þetta árið.

x

nr1 nr2 nr3 nr4 2 nr6 Kim-Kardashian-seen-at-LAvenue-restaurant-in-Paris-France nr8 nr9

        Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

sigridurr3

Kourtney Kardashian klæddist JÖR

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Kardashian systurnar Kim og Kourtney hafa verið á landinu síðustu daga. Ég fylgist ekki sérstaklega með þessari frægustu fjölskyldu í heimi en viðurkenni að mér þótti spennandi að sjá þær á Íslandi baðandi sig í athygli (og að elska það). Systurnar kvöddu Ísland í dag þegar þær flugu frá Keflavík en fréttasíðan Daily Mail birti þessar myndir þegar hún sagði frá ferðum þeirra frá landinu.

Það sem vekur athygli mína er að sjá Kourtney Kardashian klædda í íslenska hönnun (vei!) en svarti silkikjóllinn sem hún klæðist er frá JÖR by Guðmundur Jörundsson. Vel gert JÖR !! Frábært að sjá að íslenskir hönnuðir hafi náð að nýta sér heimsókn þeirra til góða. Svona selur …

335C825200000578-3549729-image-m-85_1461156751849

Svart á svart á svart var ferðadress dagsins  .. –

335C962300000578-3549729-image-m-92_1461156860254
Það var hún Andrea okkar á Trendnet sem klæddist sama kjól í tískusýningu hönnuðarins á RFF. Ég man vel eftir því mómenti og þeirri flottu drungalegu sýningu .. –

13023617_10208992502352739_862971996_n
Áfram Ísland!!

//

Kourtney Kardashian looked amazing in her new Icelandic design, JÖR, silk dress exiting Iceland today. She and her sister Kim Kardashian have been visiting my beautiful home country this week.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BRYNJA DAN ORÐIN LJÓSHÆRÐ

Makeup

Hún Silla, hárgreiðslusnillingurinn minn, sagði mér síðast þegar ég kom til hennar frá efninu OLAPLEX og jafnframt að ástæðan fyrir því að Kim Kardashian komst upp með að aflita á sér hárið án þess að skemma það væri þetta efni. OLAPLEX byggir hárið saman eftir skemmandi áreiti eins og t.d efna og hitanotkun og gerir fólki því kleift að gera hluti sem hefur ekki verið hægt hingað til. Eins og til dæmis að vera með aflitunarefni í hárinu í 8-9 klst án þess að hárið fuðri upp, en það var ákkúrat það sem Brynja vinkona mín gerði. Þær stöllur sameinuðu krafta sína og könnuðu hvort og hversu vel efnið myndi virka og eins og við sjáum er Brynja ennþá með allan þykka lubbann sinn á hausnum – og skartar nú þessu gullfallegu ljósu lokkum að auki.

Brynja sendi mér þessar skemmtilegu myndir á snapchat og mér fannst þetta svo merkilegt að ég bara varð að fá að deila þessu með fleirum.

 

11065419_10153221559802978_881334905_o

Sjáið þessa fallegu konu !!

11198403_10153218421837978_86312941_n

11195310_10153215894447978_855368496_n-1

11124813_10153215894877978_847824199_n-111215473_10153223891277978_924474090_o

11186345_10153220503072978_521850744_n

11215910_10153264070248711_842550766_n

11204595_10153223708572978_233772577_o

Ég næstum vil ekki auglýsa hana Sillu mína ( Hæ Silla, því það er nógu erfitt að fá tíma hjá þér nú þegar ;-) en hún er best geymda leyndarmál Hafnarfjarðar. Ég hef farið til hennar á Hárbeitt frá því ég var krakki, en allir flottustu kollar landsins ( leyfi ég mér að fullyrða) fara til hennar því hún er gjörsamlega snillingur í sínu fagi. Enn og aftur sýnir hún hvað hún er klár með liti og alltaf finnur hún rétta tóninn, sama hvort um ljóshærða Brynju Dan er að ræða eða “ólitaða” Ásu Maríu Reginsdóttur.

KIM KLÆDDIST GIVENCHY

FÓLK

Eins og flestir vita gengu raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West í það heilaga nú um helgina.

Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu myndum úr brúðkaupinu en nú eru þær loksins komnar á netið í boði E online – brúðarmyndir frá Flórens af stjörnuparinu mikla.
rs_634x1024-140526214957-634.kim-kardashian-kanye-west-wedding.ls.52614rs_1024x759-140526212702-1024-3kim-kardashian-kanye-west-wedding.ls.52614_copyrs_1024x759-140526212629-1024-4kim-kardashian-kanye-west-wedding.ls.52614

Kim klæddist Givenchy Haute Couture síðkjól ásamt síðri slá sem hún bar við athöfnina sjálfa. Geislandi falleg við hlið eiginmannsins sem klæddist einnig Givenchy.

rs_1024x759-140526214957-1024.44kim-kardashian-kanye-west-wedding.ls.52614 rs_1024x759-140526214953-1024.43kim-kardashian-kanye-west-wedding.ls.52614_copy

Ég fylgist ekki með þáttunum en viðurkenni að ég er samt sem áður frekar spennt að sjá sjálfan brúðarþáttinn sem verður sýndur vestanhafs um næstu helgi. Ætla fleiri en ég að fylgjast með Keeping Up With the Kardashians þó það sé bara í þetta eina sinn?

Sjónvarpsefnið lofar góðu … og er greinilega sjónvarp sem selur.

xx,-EG-