fbpx

Á LEIÐINNI: KKW BEAUTY

SNYRTIVÖRUR

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur xx

Ég pantaði mér loksins krem skyggingarstiftin frá KKW Beauty og eru þau á leiðinni til mín. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað KKW stendur fyrir en þá stendur það fyrir Kim Kardashian West og hefur hún lengi verið þekkt sem skyggingardrottningin. Kim er mjög umdeild og þar af leiðandi eru snyrtivörurnar hennar einnig búnar að vera mjög umdeildar. Hún byrjaði fyrst á því að koma út með krem skyggingarstifin en er komin með fleiri vörur núna. Það eru til fjórir litir af þessum krem skyggingarstifum og eru litirnir light, medium, dark og deep dark. Ég pantaði mér tvö sett, eitt í litnum light og annað í litnum medium en ég flakka mikið á milli lita vegna brúnkukrems notkunar.

Þótt að þessi stifi séu mjög umdeild en þá fengu þau samt sem áður þann titil að vera bestu krem skyggingarstifi árið 2017 hjá Allure, þannig hún hlýtur að hafa gert eitthvað rétt. Ég hlakka mikið til að prófa og segja ykkur hvað mér finnst en ég mun líklegast henda í aðra færslu þegar ég fæ þessar vörur í hendurnar.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

MINN STÍLL: VIKAN

Skrifa Innlegg