Það er orðinn góður fjölskyldusiður hér á bæ að henda í lummur á sunnudögum. Í hvert sinn sem ég set inn á Instagram story þá viljið þið nokkrar fá uppskriftina og ég svara ykkur um hæl. Í nokkrar vikur hef ég samt ætlað mér að henda henni hér inn á bloggið líka þó ég hafi reyndar gert það áður en síðan eru liðin nokkur ár. Mér finnst tilvalið að koma aftur með uppskriftina núna þegar fínu íslensku vörur, sulturnar og súkkulaðið frá Good Good brand getur fengið að vera með í færslunni. Þeir voru nefnilega svo elskulegir að senda mér nokkrar vörur hingað út að smakka og ég er að elska að þær séu sykurlausar en samt svona góðar! Ég prufaði að kaupa sambærilega sultu í haust (sykurlausa með steviu) og fannst hún mjög vond (!) og var fljót að henda henni í ruslið haha. Þessar vörur frá Good Good brand eru eitthvað allt annað – ég alveg elska þær og börnin mín líka og því get ég ekki annað en mælt með þeim fyrir ykkur.
Ég verð líka að taka það fram að girnilega kaffið í bollanum er auðvitað frá SJÖSTRAND. Hylkjakaffi sem fæst í verslunum Hagkaupa og passa í Nespresso vélar og fallegu vélina mína sem fæst í Norr11. Meira: HÉR
Ég er alls ekki góð í bakstri en lummurnar eru eitthvað sem allir geta hent í á stuttum tíma. Ég geri hollar bananalummur og finnst þær alltaf jafn góðar.
UPPSKRIFT:
2 bananar (stappaðir)
1 egg
Dass af haframjöli
Dass af mjólk (ég nota haframjólk)
(deigið á að vera þannig að auðvelt sé að hella því á pönnu en passa að hafa það þó ekki of þunnt)
öllu hrært saman í skál og steikt á pönnu á báðum hliðum. Ég set smá olíu á pönnuna áður en ég byrja á fyrstu lummunni.
Verði ykkur að góðu!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg