fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÞÓRHILDUR ÞORKELS

FÓLKINSTAGRAM

Þórhildur Þorkelsdóttir er geislandi ung kona á uppleið. Þið sem hafið fylgst með Trendnet hvað lengst þekkið hana sem gamlan bloggara hér á síðunni en hún hætti tískuskrifum þegar hún tók við starfi sem fréttamaður í sjónvarpinu fyrr á árinu. Í dag er hún ein af flottu þríeyki í Brestum sem hóf göngu sína á Stöð2 á mánudaginn var. (skylduáhorf!)

Þórhildur er alltaf til fyrirmyndar þegar kemur að klæðaburði enda tískuunnandi af bestu gerð og fagurkeri fram í fingurgóma. Hún er líka sú eina sem blikkaði sjálfan Calvin Klein í sjónvarpsviðtal eftir fyrirlestur sem hann hélt á Hönnunarmars. Ég vil meina að útgeislunin og fallega brosið hafi hjálpað þar til. ;)

image-18

Þórhildur Þorkelsdóttir og Calvin Klein í Hörpu

Þetta er Þórhildur Þorkels á Instagram –

Hver er Þórhildur Þorkels?
Ég er 24 ára gömul uppalin í uppsveitum Árnessýslu, en hef búið í miðbænum og vesturbænum til skiptist frá 2006. Starfa sem fréttakona á Stöð 2 og hef áhuga á fjölmiðlum, ferðalögum, tísku og hestamennsku.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Já, það má segja það. Þegar ég var lítil dundaði ég mér klukkutímunum saman við að klæða barbídúkkurnar mínar sem síðan þróaðist út allskonar “átfitt” – pælingar. Hef síðan þá gengið í gegnum hin ýmsu tískutímabil og stíllinn þróast og breyst mikið.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera frekar fín til fara, en ég tek því þó ekkert of alvarlega. Klæði mig yfirleitt bara samkvæmt skapi þann daginn.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Nei ég get ekki sagt það. Ég er samt mjög hrifin af því hvernig t.d. Miroslava Duma, Kate Bosworth og Miranda Kerr klæða sig, þó ólíkar séu.

Must have flík fyrir veturinn?
Falleg og vel sniðin vetrarkápa í óhlutdrægum lit, ljósbrúnu, navybláu, gráu eða vínraðu.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur?
Að kaupa frekar færri vandaðar flíkur en fleiri ódýrar. Sérstaklega á þetta við skó, óvandaðir skór er versta fjárfesting í heimi!

Hvað er á döfinni?
Úff, varla farin að hugsa svo langt! Brestir, nýir fréttaskýringaþættir á Stöð 2 hófust núna á mánudaginn, og hef ég verið ansi djúpt sokkin við þá vinnu undanfarið.  Annars bara held ég áfram að njóta lífsins og líðandi stundar, þá skjóta alltaf einhver spennandi verkefni upp kollinum.

Takk @thorhildurthorkels

xx,-EG-.

#MYCALVINS ... FYRIR ÞIG

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Mary

    23. October 2014

    How do you say “breathe, and live life” in icelandic? Such a beautiful language. Wish I could understand your blog.