fbpx

#MYCALVINS … FYRIR ÞIG

SHOP

Ég er greinilega ekki eini íslenski aðdáandi nærfatanna frá Calvin Klein miðað við góðar undirtektir á gjafapóstinum sem ég birti fyrir tveimur dögum síðaní samstarfi við GK Reykjavik.

Valið var erfitt að vanda, en úr 75 kommentum valdi ég 5 sem stóðu uppúr og dróg síðan af handahófi.

Kæra Jóna Guðbjörgþitt komment er vinningskommentið að þessu sinni. Nærfatasettið áttu eflaust inni fyrir að vera mikill aðdáandi merkisins og #MYCALVINS herferðarinnar sem er einmitt ástæðan fyrir því að þetta 90s trend hefur náð hápunkti aftur eftir langa pásu.

Takk fyrir þessi orð:

ÉG!! Vegna þess að ég er instagram-addict (líklega á óheilbrigðu stigi) sem fletti upp hashtagginu #mycalvins á tímabili daglega , ég tjekka enn á þessu reglulega – er alveg SOLD! Mitt personal fave, fyrir utan Kate Moss auðvitað, er Kendall Jenner. Langar svoooo rosalega að geta verið hipp og kúl og tekið þátt í þessu trendi (og væntanlega hashtaggað #Trendnet -Blikk Blikk). Fyrir utan þá sorglegu staðreynd að jólin mín í ár verða jólagjafalaus þar sem að ég er að flytja í miðbæ Hamborgar í Þýskalandi rétt fyrir jól og næ ekki að senda fjölsk. og vinum póstfangið í tæka tíð (og ætla ekki að fara borga offjár fyrir að taka fjöldann allan af gjöfum með mér í aukatösku út). Það er þó akkúrat laust passlegt pláss í töskunni fyrir eitt svona sætt hvítt kvennasett og mun ég ganga um götur Hamborgar rígmontin með calvins upp úr flottum mom-jeans við hæla (fæ netta gæsahúð við tilhugsunina).

kendall-jenner-my-calvins

Kendall Jenner – #MYCALVINS

Ég hvet þig til að standa við orðin og merkja þitt móment með #MYCALVINS #TRENDCALVINS.

Njóttu vel! Sendu póst á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

Takk þið hin sem skrifuðuð undir póstinn. Vonandi get ég glatt ykkur síðar.

xx,-EG-.

RIP oscar de la renta

Skrifa Innlegg