Princess Alba að leik í kastalagarði
Við fjölskyldan nýttum tímann aldeilis vel á 24 tímum núna fyrr í vikunni. Við keyptum okkur last minute herbergi yfir eina nótt í gömlum kastala um 30km frá heimili okkar og það var nú meiri draumurinn!!
Það er vinsælt að sjarmerandi gömlu byggingunum sé breytt í hótel – að mínu mati góð nýting.
Þegar við lögðum í hann seinni partinn tókum við krókaleið til að skoða þennan kastala á myndinni fyrir ofan. Hann heitir Bensberg og er töluvert meira glamorous en sá sem við gistum í.
“Okkar” heitir Auel og er meira sveitó – en í leiðinni meira (eða allavega öðruvísi) rómantískur að mínu mati.
Við fengum herbergi við hliðiná fallegasta bókasafni sem ég hef komið á. Sé eftir því að hafa ekki tekið fleiri myndir, geri það næst. Þetta var ekki í síðasta sinn sem ég mun nýta mér þessa perlu sem liggur svona stutt frá heimili mínu.
Gaf mér loksins tíma í lestur á fína íslenska glanstímaritinu
Monday night at the library
Útsýnið yfir morgunbollanum
Ég kann vel að meta þýska sveitasælu
Ég klæddist köflóttri skyrtu frá F&F, hatt frá Spútnik og skóm frá Birkenstock.
Þetta á maður að gera oftar … þegar tími til gefst.
Draumur í dós, það er ekki hægt að segja annað.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg