fbpx

SMÁFÓLKIÐ: HÁRBANDA ÆÐI

SMÁFÓLKIÐ

Það var ekki ég sem kynnti son minn fyrir svokölluðum hárböndum sem hann notar alla daga. Þetta æði hans byrjaði þegar handboltapabbinn fékk svitabönd frá styrktaraðila í klúbbnum og 3 ára Gunnar Manuel ákvað að taka ástfóstri við. Þau bönd voru merkt Det Faglige Hus og GM gekk með þau á enninu, mjög  stoltur af lúkkinu. Fyrst fannst mér þetta fyndið en í dag er ég farin að kunna vel að meta þekka krúttlega lúkk. Ég verð samt að viðurkenna að það gladdi mig mikið þegar H verslun laumaði aðeins fallegri böndum með í Speedo samstarfs sendinguna mína. GM tengdi Nike alltaf við Messi (fótbolti) og í dag tengir hann merkið líka við Jordan (körfubolti). Hárbanda lúkkið kemur samt ekki frá þeim og honum er að sjálfsögðu alveg sama hvað stendur á bandinu.  Mér fannst þetta alltaf vera svolítið Mikkel Hansen lúkk (handbolti) og þegar hann setti á sig mjórri týpuna hugsaði ég um Björgvin Pál Gústavsson (handbolti) því GM er mjög hrifin af honum. Sá sem startaði þó trendinu kemur úr tennis og er mjög svalur sænskur BORG, Björn Borg .. en það hefur GM ekki hugmynd um.

Ég hef verið að senda áhugasamar mömmur (og pabba) HINGAÐ .. en auðvitað fást svona svitabönd víða.

 



Ég talaði um tennis trend í nóvember 2017 – þar átti ég nú við að það væri eitthvað sem við fullorðna fólkið myndum leika eftir. Sonur minn hefur tekið færslunni svona bókstaflega … ;)

Tími fyrir tennis trend

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

BLACK LIVES MATTER

Skrifa Innlegg