fbpx

SUNDLAUGARNAR OPNA AFTUR – KLÆÐUMST SUNDFÖTUM DAGS OG NÆTUR

DRESSHEILSASAMSTARFSHOP

Í samstarfi við Speedo á Íslandi og í tilefni þess að sundlaugar landsins eru loksins að opna aftur þá dressaði ég saman nokkra sundboli frá merkinu við mín hversdags klæði. Ég reyni alltaf að hugsa um notagildi í kaupum og sundbolir eru þar engin undantekning. Veljið bol sem þið sjáið fram á að geta notað við gallabuxur á daginn og skipt yfir í hæla fyrir fínni kvöldstund og svo beint í sund.


Ég hef alltaf horft á Speedo sem voða sport merki en nýja sumarlínan þeirra er aðeins meira fasjón en við erum vön. Fallegir litir og snið sem ég kann vel að meta. Fáið kauphugmyndir hér að neðan, þetta eru mínir uppáhalds –

FÆST HÉR

 

FÆST HÉR

FÆST HÉR

 

Lokun sundlauganna hafa tekið á marga Íslendinga sem voru vanir að mæta oft í viku. Ég hef sagt það öll mín ár erlendis að  íslenskar sundlaugar séu það sem ég sakna mest við okkar einstaka land .. það er ekkert eins gott og að geta endað daginn í pottinum og búið þar til orku fyrir næsta dag á eftir –  lífsgæði með meiru.

Njótið nú!

Psst. Ég er að gefa nokkrum fylgjendum Speedo bol að eigin vali á Instagram hjá mér – ekki missa af því:

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MENNTUN Á MÍNUM HRAÐA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fanney Ingvarsd

    18. May 2020

    Sjúklega flott xxx