fbpx

SKELFISKMARKAÐURINN

LÍFIÐSAMSTARF

English version Below

Skelfiskmarkaðurinn bauð okkur upp á matinn.

Gleðifréttir dagsins eru þær að núna eru allir #KONURERUKONUMBESTAR bolirnir UPPSELDIR og þeir sem pantaðir voru á netinu eru nú þegar lagðir af stað til eigenda sinna eða bíða í Hafnafirði eftir að vera sóttir. Við gerum aðeins ákveðið upplag hverju sinni og í ár seldum við tæplega 500 stk. Það var ánægjulegt að vakna við þær fréttir í morgun. TAKK.


Eftir að hafa átt langa viku í aðdraganda viðburðsins þá var ánægjulegt að skála við samstarfs-konur mínar (og Rósu mína) í lok dags nokkrum klukkutímum áður en ég kvaddi klakann. Við vorum líklega þreyttustu gestirnir á Skelfiskmarkaðnum þetta kvöldið en samt náðum við að “þrauka” við borðið framyfir miðnætti, húrra fyrir okkur!
VÁ VÁ VÁ þessi veitingastaður – algjört konfekt fyrir augað, hannaður af HAF hjónum.

Og elsku ofurkona Hrefna Sætran, takk fyrir að leyfa okkur að smakka af matseðlinum. Ég pantaði mér risarækjur af forréttaseðlinum en fékk mér þær sem aðalrétt og pantaði grænmetisrétt með. Stelpurnar fengu sér nautasteik, franskar og bernaise – parisian way.

Ég hef verið töluvert í París síðustu árin og þessi veitingastaður gaf mér sama “vibe” og ég fæ á vel heppnuðum stöðum í tískuborginni. Þið verðið að prufa !

Svo leið hvað við náðum fáum myndum en þið getið skoðað matseðilinn HÉR og fylgt Skelfiskmarkaðnum á Instagram HÉR .

Ég smakkaði snigla í fyrsta sinn .. 

Ása Regins (okkar gamli Trendnet bloggari) og Emil Hallfreðs flytja þessi eðal ítölsku vín til landsins – Allegrini fær góða einkunn frá undiritaðri.

Mig langar/vantar þessa rauðu leðurbarstóla hingað heim til mín … þeir voru því miður sérhannaðir fyrir staðinn svo sá draumur rætist því líklega ekki.Takk kærlega fyrir okkur.

Ekki missa af bloggfærslunni hennar Andreu með myndum af gestum og gangandi í partýinu okkar fyrr um kvöldið: HÉR
Fleiri myndir finnið þið svo hér – takk Smartland og takk Glamour. 

 

//

When in Iceland I recommend Skelfiskmarkaðurinn for good coffee/brunch/lunch/dinner. New brasserie which is open all day. We went there for dinner to celebrate the result of our Women project. I love the design by HAF Studio and the food was delicious.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BESTA Í BÚÐUNUM: SMÁRALIND

Skrifa Innlegg