fbpx

SÆNSKA SÆLAN: KIVIK MÓMENTS

LÍFIÐ

Það er við hæfi að deila Kivik mómentum á blogginu á sjálfan Þjóðhátíðardag Svía. Ég get svo svarið það ég held ég skelli í  sænskar kjötbollur í tilefni dagsins.

Annars elskaði ég síðustu sænsku dagana og það var gaman hvað voru margir með í anda á Instagram story – feel good highlight HÉR fyrir þá sem misstu af.

Var svo heppin með ferðafélagana Örnu og Tómas, fagnaðarfundir eftir margra mánaða aðskilnað. Tómas er litli bróðir minn og Arna er kærastan hans sem þið eruð byrjuð að kynnast hér á Trendnet.

Í þetta sinn bókuðum við B&B í litlum sætum bæ á austurströndinni (Österlen) og það var yndisleg – mæli svo sannarlega með þessu svæði í Svíþjóð.

Ég ætla að láta myndirnar tala sínu máli því ég er með allt of  mikið af þeim og myndir segja oft meira en 1000 orð.
Kivik krúttlegheit í hámarki, gjörið svo vel –

//

We had a wonderful roadtrip to Österlen in Sweden last weekend. Friends, family, sun and precious moments – just the way I want it!

Agda Lund B&B 

Ég elska að leita upp hugguleg B&B og við urðum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með það googlið leiddi okkur að þessu sinni. Við vorum greinilega heppin með tímasetningu því  þau eru víst mikið uppbókuð allt sumarið og ég skil vel hvers vegna. Persónuleg þjónusta og faglegt viðmót frá eigendunum sem eru krúttleg sænsk hjón. Áhugasamir geta skoðað heimasíðuna þeirra HÉR en ég fékk fjöldann allan af fyrirspurnum um hvar við vorum. Gleður mig mikið að geta mælt með þeim <3

//

We found the most lovely B&B in Kivik, Sweden. The atmosphere was so relaxed and we enjoyed the personal service from the owners – the breakfast buffet was an absolut favourite.

Sundays ..

Coffee to go ..

Stenshuvud

Þó ég hafi  ekki heimsótt Kivik áður þá bjó ég samt sem áður í 40 mínútna fjarlægð frá þessum sæta bæ og þekki því nokkra leynistaði í nágrenninu. Ef  þið eigið leið um svæðið þá mæli ég Stenshuvud National Park (skrifið það inn í GPS), drauma strandlengja þar sem við nutum vel um síðustu helgi. Við Gunni fórum þangað á sama tíma tveimur árum áður og það var jafn næs og í minningunni.
Það var svo gaman að fá íslensku Malmö fjölskylduna okkar í picnic – Aþena krúttaði yfir sig <3 vildum svo að við byggjum ennþá svona nálægt ykkur elsku Andera Röfn.

Trendnet systur <3

FRIDEN

Önnur Österlen perla er þessi pizza staður, Friden, sem ég heimsótti nokkrum sinnum þegar ég bjó í Svíþjóð. Það var svo gaman að sýna Örnu og Tómasi Inga hann – munaði þó mjög litlu að við fengjum ekki borð, tróðum okkur inn síðust allra gesta með því að láta kokkinn samþykkja að hafa opið smá lengur. Gunni dró fram sjarmann í símtalinu þegar við  vorum að  reyna að bóka. Bestu pizzur í Svíþjóð ef þið spyrjið mig og upplifunin bætir bragðið enn meira. Bara muna að hringja alltaf á undan til að panta borð  –  þýðir ekki að mæta spontant og ætla sér að fá borð.

Samfestingurinn er H&M –  keypti hann í Kaupmannahöfn degi áður ..

Family is everything. Takk elsku Tómas Ingi og Arna Petra fyrir dýrmætar samverustundir. Elska að deila með ykkur sænska  hjartanu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SMÁFÓLKIÐ: HÁRBANDA ÆÐI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1