Gleðilegan margra bolla mánudag með viðtal við hendina sem lét undiritaða bumbukonu fá kusk í augun. Gunni svarar þessu viðtali svo fallega og ég sakna hans svo mikið þegar ég les það hér hinu megin við hafið –
„Það sem kom kannski mest á óvart við föðurhlutverkið var þessi nýja tilfinning sem skapast. Hjartað stækkar, þú færð einhverja ást og væntumþykju sem þú hefur ekki fundið fyrir áður, bæði til barnanna og frá þeim. Síðan bætast líka við ýmsar áhyggjur samhliða sem ekki voru til áður,“ útskýrir Gunnar.
„Þetta er svo magnað“
Í október mun Gunnar vera í þriðja sinn á hliðarlínunni í fæðingu. „Ég hef alltaf sagt það við alla mína vini og liðsfélaga sem eiga von á fyrsta barninu sínu að þetta sé ein svakalegasta sem þeir muni upplifa. Þetta er svo magnað, maður er svo mikilvægur þarna en á sama tíma svo gagnslaus. Tilfinningin þegar barnið er síðan komið í heiminn er ólýsanleg,“ segir Gunnar.
„Ég dáist að minni konu og öllum konum sem ganga í gegnum þetta, þvílíkar hetjur. Þetta er náttúrulega algjört kraftaverk. Ég get kannski deilt því að mér hefur oft fundist erfitt að átta mig almennilega á stöðunni fyrr en ég sit bara á spítalanum með barnið í höndunum,“ segir Gunnar. „Konurnar finna fyrir og tengjast barninu á meðgöngunni á meðan við karlarnir kannski áttum okkur ekki almennilega á stöðunni og fáum ekki þessa tenginu.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI
Æ eru pabbar ekki bestir!?
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg