fbpx

ÖLL AUGU Á KENZO AUGUM

COPY/PASTESHOPTREND

Kenzo náði að búa til mikið trend á síðasta ári með tígrinum sem þeir merktu flíkur sínar með. Trendið varð til þess að allar fashionistur urðu að eignast flík með merkinu og verslunarkeðjur kóperuðu svipað dýr á sínar flíkur til sölu.
mini-eyes

Ég tók eftir nýju printi frá Kenzo á sýningu þeirra í mars í fyrra. Þá sýndu þau “augu” á öllum vörum sínum í stað áður nefnda tígursins. Ég velti því fyrir mér hvort augað gæti orðið jafn heitt og hitt lógóið (HÉR). Nú hefur það sannast að augun virðast vera að taka sig upp hér og þar í verslunum. Ég keypti mér eina flík frá Monki, sem er dæmi um verslun þar sem þið fáið augu á lægra verði á þeirra vörum. Ég smellti einum bol með mér í pokann í Danmörku … skemmtilegur.

DSCF1809 DSCF1800 DSCF1799

Ég er ánægð með kaupin, en svo á ég reyndar annan bol með upprunalega auganu sem mér þykir meira vænt um. Þann leyfði ég mér fyrir jólin, ég notaði hann á Trendnet markaði okkar á KEX og mun síðan líklega nota hann meira með vorinu.
DSCF1271-620x933
Ég hef alltaf sagt það að þegar um svona trend er að ræða að þá eigum við frekar að kaupa ódýrari vörurnar, því trendið endist oftast ekki lengi. Það má þó deila um það í þessu tilfelli, því upprunalegu vörurnar kosta kannski ekki marga tugi þúsunda, þó þær séu í dýrari kantinum.

Þessi “stolni” trendbolur var allavega ódýr og ég á eftir að klæðast honum oft. 10 Evrur frá Monki.

xx,-EG-.

 

SILJA MAGG X Julia Roitfeld FYRIR Grazia

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Karen Lind

    1. February 2014

    Flottur! En eg er sammala, kaupa frekar timalausar veglegar flikur sem endast alla ævi i stad þess að kaupa þessa dyru timabundnu!

    • Elísabet Gunnars

      2. February 2014

      Mjög góð regla að muna …

  2. Hilrag

    1. February 2014

    Stórglæsilegar eyeball peysur á útsölunni í Einveru líka ;) haha

    fínir bolir bæði kenzo og monki!

    xx

    • Elísabet Gunnars

      2. February 2014

      Ég er reyndar sammála að þínar eru líka rosa fínar :)