fbpx

NOLA.IS 4 ÁRA: MINN ÓSKALISTI

BEAUTY

Snyrtivöruverslunin Nola.is fagnar 4 ára afmæli sínu í vikunni og hefst stuðið í dag, 4 apríl. Eigandinn, Karin Kristjana, fagnar áfanganum með pompi og prakt og heldur 4 daga partý á Höfðatorgi (þar sem verslunin er staðsett) …
Ég hef fylgst með versluninni frá fyrsta degi og þeirri vaxandi velgengni sem hefur átt sér stað yfir þennan tíma. Karin kann sitt fag og ég hvet sem flesta til að gera sér glaðan dag með henni og Nola teyminu í vikunni. Til hamingju með afmælið! Meira: HÉR

Í tilefni afmælisins legg ég mitt að mörkum og hef tekið saman mínar uppáhalds vörur sem og vörur sem mig langar til að prufa frá versluninni –

 

1&2. Sturtusápa og Face Tan Water frá Eco by Sonya – HÉR talaði ég um brúnku vatnið sem ég er alveg sjúk í að eignast. Eco by Sonya vörurnar eru 100% náttúrulegar. Fæst: HÉR

3. Sugar Bear er musthave? Allir þessir ágætu íslensku áhrifavaldar eru búnir að “selja mér” þessa sætu hárbangsa sem eiga að gera undur. Fást: HÉR

4. Coconut mjólk á húðina – notað í sturtunni. Hljómar vel inn í vorið. Fæst: HÉR

5. Dagkremið frá SKIN Iceland er eitt það vinsælasta á klakanum um þessar mundir. Ég prufaði það einu sinni og fílaði það eiginlega ekki (sveið í húðina – mögulega of sterkt fyrir mig?) en vinkonur mínar segja mig hafa rangt fyrir mér og því langar mig að gefa því séns aftur. Eru einhverjar hér með reynsluna og vilja deila með mér? Í dag er ég einungis að vinna með Bio Effect dropana – á ekkert andlitskrem eins og staðan er núna.

6&7. Þessar tvær vörur eru í miklu uppáhaldi hjá mér enda hef ég keypt þær oft oft. Kælandi augngelið er algjört must fyrir þreyttar mömmur ;) Fæst: HÉR

8. Ég hef átt einn ILIA varalit og einmitt í þessum lití fallega ferska lit – þegar ég skoðaði hann á heimasíðu Nola fyrr í dag sá ég að hann ber nafnið “The Brides” – mér finnst það henta fyrir mig í dag. Fæst: HÉR

9. Skyn Iceland andlitshreinsirinn er eins og aðrar frá sama merki, mjög vinsæll hjá íslensku kvenþjóðinni. Langar … Fæst: HÉR

10. Fyrir amature eins og mig er ég búin að komast að því að blautir augnskuggar eru alveg málið þegar kemur að förðun. Ég hef verið að nota frábæra frá NYX uppá síðkastið (er alltaf að mæla með þeim við ykkur .. ) en langar mjög í akkurat þennan rauða lit frá Supremé.

11. Ég var svo leið þegar ég gleymdi body spreyi/olíunni minni í sundi á dögunum. Ég keypti það að vísu ekki í Nola en það er frá sama merki sem ég vissi ekki að þær væru með í sölu. Algjör snilldar vara sem fæst: HÉR

12. Þessi augabrúnapenni er í veskinu mínu – skrúfblýantur sem skerpir, mótar, fyllir uppí og teiknar augabrúnir vel. Söluhæsta varan hjá ANASTASIA. Fæst: HÉR

13. Augnskuggapalletta í náttúrulegum tónum. Fæst: HÉR

14. Micellar vatn frá Skin Iceland. Hreinsiskrefin þrjú öll komin á minn Nola óskalista – það er samasemmerki á að ég er auðvitað alltof ódugleg að huga að hreinsun húðarinnar. Það þarf að laga. Fæst: HÉR

 

Fljótandi veitingar, happdrætti og mikið þakklæti til viðskiptavina segir á Facebook síðu Nola…
Svo má sérstaklega taka það fram að Jói Pé og Króli verða með tónleika í glersalnum á Höfðatorgi á föstudaginn klukkan 19:00 – aðgangsmiði á tónleikana er kvittun fyrir kaupum í Nola næstu daga. Brilliant hugmynd ;) .. og ef þið mætið þangað viljiði þá blikka þá í brúðkaupið mitt í júní takk og bless. Þeir eru auðvitað alveg meðetta!

Til hamingju með afmælið NOLA!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg