Við kvöddum handboltalífið og stigum upp í lest til að kveðja meginlandið hér, í smá sumarfríi bara fjögur, fjölskyldan .. það þurftum við eftir alla fjarveruna síðustu mánuði en líka til að hlaða batteríin fyrir stuðið sem bíður okkar á Íslandi. Þetta var tilvalin ákvörðun sem við tókum aðalega því flugin frá Frankfurt voru svo fáránlega há en héðan frá Ítalíu á mun hagstæðara verði. Suður Þýskaland er vel staðsett upp á að geta flogið héðan líka.
Við Gunni erum bæði bólusett og því með vottorð og því var ekkert mál að komast hingað með lestinni. En að heimsækja stórborg eins og Mílanó á tímum Covid er alveg einstakt. Að við höfum fengið þessar einkasvalir útaf fyrir okkur, með þetta útsýni yfir Duomo … myndi aldrei gerast í venjulegu árferði. Þakklát.
Dags og nætur í Milano –
Bolur og buxur: H&M, Sólgleraugu: Chanel, Ást hálsmen: 1104bymar, Klemma: Spútnik
Sömu buxur, Skór: Won Hundred, Toppur: Rotate, Veski: Balanciaga
Kveðjur yfir hafið.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg