Sunnudagur = lummudagur hér á bæ. En það hefur aldeilis skilað sér til ykkar sem fylgið mér á Instagram.
Ég hef nú þegar sent ykkur mörgum þessa einföldu hollu uppskrift sem ég hendi reglulega í á þessum besta degi vikunnar. Mig minnir að ég hafi líka sett hana á bloggið en ég fann hana ekki í fljótu bragði enda líklega nokkur ár síðan. Hún gæti líka hafa breyst svo það er allt í góðu að setja hana hingað inn aftur.
Bananalummur eru uppáhalds uppskriftin hér á bæ. Þær eru hollar með meiru en það má vissulega bæta óhollustunni við með því að smyrja þær með nutella súkkulaði, sem er algjört spari hjá okkur. Annars er það besta bragðið að borða þær með osti, skinku og fersku avakató – mmmm …
UPPSKRIFT
2 stappaðir bananar
1 egg
Dass af höfrum
Smá mjólk
Hráefni hrært saman og hellt á pönnu – voila!
Þetta er vissulega einfalt og það er ástæðan fyrir því að ég geri þær aftur og aftur.
Gleðilegan lummudag!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg