English Version Below
Sunnudagur eins og hann á að vera – hvíldardagurinn var haldinn heilagur. Mikið sem þetta var langþráð frí, bæði ég og Gunni heima (hefur ekki gerst í margar vikur) með engin plön. Nokkrir kaffibollar, útivera, tiltekt og almennt fleiri knúsar en aðra daga. Og já sólin … og nýjir litir úti í garði, eitthvað sem gerir daginn minn á haustin. Það hjálpaði líka að nýja liðið hans Gunna, Ribe-Esbjerg unnu loksins í gær eftir nokkra leikja taprunu. Gunni var líka meiddur í upphafi tímabils svo handboltalífið hefur byrjað heldur sorglega en vonandi allt á réttri leið núna.
.. jú æi, ég var reyndar smá með tölvuna í fanginu þegar ég birti Sunnudags Glaðning á Trendnet Facebook. Elska þessa ágætu hefð sem lesendur okkar græða svo oft á í samstarfi við mismunandi fyrirtæki hverju sinni.
No makeup, hárið upp í snúð og klædd í margra ára Andreu dress sem þið spurðuð margar um á Instagram í dag. Þurfum að kanna hvort það sé enn í sölu því þetta efni helst svo vel. Ég hef notað þessi föt reglulega í 4 ár og það er alltaf eins og nýtt, þægindin uppmáluð.
Ég hlakka til að taka á móti nýjum mánudegi. Síðasta vika var mjög löng og leiðinleg, ef ég má nota það lýsingarorð. Næsta verður betri.
//
Long time no see … both me and Gunnar had day off on a Sunday. I can´t remember the last time that happened. We had no plans other than drinking a lot of coffee, having quality time and being lazy. It’s so good once in a while.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg