Ég er komin á klakann! Vá hvað hann er yndislega jólalegur og fallegur. Vonandi helst þetta svona áfram.
Síðustu dagarnir í franska voru líka yndislegir í jólastússi. Það er svo skemmtilegt hvað gert er mikið úr hátíðinni með hinum ýmsu jólamörkuðum og atburðum. Þannig fékk ég jólastemninguna beint í æð sem að ég nýti svo í jólalega umhverfinu hér á Íslandi.
Lífið í myndum –
Stór frönsk hurð. Lítil íslensk Alba.
Stund milli stríða. Á kaffihúsinu okkar, Le Select.
Kápa: Myrorna/SecondHand
Trefill: Zara
Húfa: Lindex
Skór: Bianco 
Jólalegt í eldgamalli verslunarmiðstöð –

Franskt ..

Boðið í mat í franska sveitarsælu …



Nammii … Takk fyrir okkur Íris og Antoine.
Meira jólastúss …


Síðasti handboltaleikur ársins hjá okkur mæðgum.
Handboltadóttir spennt yfir HBC Nantes – Paris





Gunni átti stjörnuleik og skoraði 7/7 mörkum á móti meisturum frönsku deildarinnar. Myndirnar þrjár að ofan er eitt markanna.

Aðal stuðningsmenn pabbans voru stoltar eins og alltaf.

Jakki: Mango
Blússa: SecondHand
_
Góðir síðustu dagar í franska áður en að haldið var til Íslands.
Núna verða það jólaminningar á klakanum. Ég er strax komin í gírinn.








Skrifa Innlegg