fbpx

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Í dag er mánudagur og ég er með mjög langan lista af verkefnum sem ég verð að komast yfir. Það verða langir vinnudagar í dag og á morgun en vikan í heild sinni verður þó með ólíku sniði því hún er stútfull af stuði. Á miðvikudag ætla ég í langþráð mömmufrí í sólahrings dekur í um klukkutíma akstursfjarlægð frá heimili okkar – það verður hollt og gott fyrir líkama og sál. Um næstu helgi mun sænska handboltalífið fara í sumarfrí þegar minn maður og mínir menn í IFK Kristianstad spila úrslitaleik sænska handboltans í Malmö. Ég vonast eftir sigri því sama kvöld verður öllu “erfiðinu” fagnað á lokahófi og þar gistum við yfir nótt. Ég er reyndar í basli með að finna mér eitthvað að vera í þetta laugardagskvöld, en það er önnur saga sem fer eflaust vel.

Þó mig langi að vera úti í blíðunni núna, þá sit ég sem fastast við tölvuna og kem hlutunum í verk. Ég lifi líklega lengi á sunnudagsfegurðinni sem ég fékk að upplifa í gær, líka í nálægð við heimili mitt. Suður Svíþjóð er falleg á þessum tíma árs. Þessi róla og hafið fagra má vera útsýnið mitt alla daga, takk fyrir mig! Þið voruð mörg með mér “í beinni” á Instagram story sem lifir enn, HÉR
//

Monday is back with a lot of work. I will try to work hard today and tomorrow because I have a good week ahead. On Wednesday I have booked a night at a Spa Hotel close to our home – my body and soul really needs it. And then we have Saturday, the big day, IFK Kristianstad playing the finals here in Sweden. Hopefully we will get gold and will be able to celebrate Saturday night.

I have no problem with a lot of work today because I had such a wonderful day yesterday – did you follow me on my Instagram story?

Það sést auðvitað lítið í fatnaðinn en stuttbuxurnar eru nýjar frá SamsoeSamsoe og sundbolurinn er sá sami og ég klæddist hér.

Á persónulegu nótunum í dag …
Áfram gakk!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

IKEA ER INN

Skrifa Innlegg