fbpx

LAUGARDAGSLÚKK: FERÐADRESS

LÍFIÐ
Færslan er unnin í samstarfi við H&M á Íslandi

BILLUND – COPENHAGEN – CHICACO – PHOENIX …


.. nei þessi strumpur fylgdi mér ekki alla leið heldur knúsaði mömmu sína bless í bili á fyrsta flugvelli dagsins.


Mér líður alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem á Kastrup. Loksins skilja allir sænsku dönskuna mína.


Eina myndin sem ég tók í Chicago – á hlaupum á milli terminala.

Ahhh og hér er ég loksins núna eftir alltof marga klukkutíma!

Dress dagsins er: H&M frá toppi til táar

Loksins er ég lent á leiðarenda eftir
20 tíma ferðalag til PHOENIX. Ástæða ferðalagsins er ævintýri sem hefst á morgun (11.mars) með H&M sem kynnir Studio línu sína í eyðimörkinni hér í Arizona.

Studio lína H&M kemur út einu sinni á ári og hefur hingað til verið frumsýnd á tískuvikunni í París. Í ár ákvað H&M að fara aðra leið og bjóða áhrifavöldum að taka þátt í ógleymanlegri dagskrá í SEDONA, þaðan sem línan fékk sinn innblástur. Vogue skrifaði um málið: HÉR

Línan kemur í verslanir á Íslandi 21.mars, þar á meðal í H&M í Smáralind.
HÉR getið þið séð brot af því sem koma skal en ég mun sýna ykkur meira næstu daga.

Mikið hlakka ég til að leyfa ykkur að fylgjast með ferðalagi mínu í beinni á Instagram: HÉR … og þið megið gjarnan deila því til tísku vina sem gætu haft áhuga á að fygljast með. Þetta verður eitthvað!

Núna … svefn, eftir að hafa verið vakandi í sólahring.

Þið eruð líklega mörg að vakna í sunnudags bollann þegar þetta er skrifað. Njótið dagsins …

xx,-EG-.

 

KONUKVÖLD SMÁRALINDAR: KAUPHUGMYNDIR

Skrifa Innlegg