fbpx

TRENDNÝTT

H&M sviptir hulunni af H&M Studio vor/sumar línunni 2019

KYNNING

 … heillandi ævintýraþrá sveipuð glamúr.

Í dag sviptir H&M hulunni af nýjustu Studio línunni fyrir vor/sumar 2019 sem ber heitið „Lúxusferðalangurinn.” Stílisti línunnar er Géraldine Saglio og ljósmyndarinn Lachlan Bailey skaut herferðina Arizona.

Hingað til hefur Studio vorlínan verið sýnd á tískuvikunni í París en í ár verður línan, sem er innblásin af ævintýraþrá, frumsýnd í hinni kyngimögnuðu eyðimörk Sedona í Arizona. Hægt verður að fylgjast með þegar hulunni er svipt af línunni á #HMSTUDIO en línan fer svo í sölu í útvöldum H&M verslunum, þar á meðal í H&M Smáralind þann 21. mars.

H&M Studio línan kallar á lúxusferðalangann sem er með ólæknandi ævintýraþrá. Við hönnuðum línuna með konu í huga sem setur sér engin takmörk. Hún dansar uppá borðum fram á rauða nótt íklædd pallíettupilsi, en er svo mætt í jóga eldsnemma og kjarnar sig í silfurröndóttum æfingarbuxum. Okkur þykir einstaklega gaman að kynna línuna í náttúruparadísinni Sedona sem smellpassar við línuna og heildarútlitið.

                                                                                            Pernilla Wohlfahrt, yfirumsjón með hönnunardeild H&M.

Við teljum niður í þessa fegurð. Vel gert H&M Studio.

//
TRENDNET

MOTTUMARS - baráttan byrjar hér

Skrifa Innlegg