fbpx

TRENDNÝTT

MOTTUMARS – baráttan byrjar hér

Nú er Mottumars — og baráttan byrjar hér. Upp með sokkana öll sem eitt. Með því að kaupa sokkapar til styrktar Mottumars styður þú baráttuna gegn krabbameinum hjá körlum.

Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Meginmarkmið  Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn. Kæru landsmenn, takið þátt og upp með sokkana!
Trendnet óskar Krabbameinsfélaginu til hamingju með þessa glæsilegu auglýsingu sem frumsýnd var í gær, 2.mars. Úrvalslið þekktra karlmanna gaf vinnu sína í verkefnið.

 

Mottumars sokkarnir 2019 – 

Þessir glaðlegu Mottumars-sokkar verða seldir 1.-15. mars til styrktar starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Í Mottumars vinnur Krabbameinsfélagið að því að auka þekkingu karlmanna á þeim einkennum sem gætu bent til krabbameina, að hvetja þá til að leita tímanlega til læknis ef ástæða er til og nýta sér ráðgjöf og stuðning, bæði sem sjúklingar og aðstandendur.

Mottumars-sokkarnir 2019 eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Anna Pálína bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni skólans og Krabbameinsfélagsins síðastliðið haust.

SOKKARNIR FÁST HÉR
.. og á vel völdum sölustöðum um land allt

Við hvetjum landsmenn til að taka þátt í árlega sokkadeginum 15.mars.

//
TRENDNET

BRADLEY COOPER MOLDRÍKUR AF A STAR IS BORN

Skrifa Innlegg