English Version Below
Ég sit fyrir svörum hjá Mörtu Maríu á Smartlandi í dag þar sem ég fer yfir jólatrendin í ár ásamt því að koma inn á mínar jólagjafaóskir og hátíðarhefðir sem við fjölskyldan höfum skapað saman síðustu árin. Ég fékk leyfi til að birta smá brot af viðtalinu hér á blogginu –
„Jólatískan er meira spennandi að því leitinu að maður leyfir sér að fara út fyrir boxið í vali á klæðnaði. Yfir hátíðirnar dreg ég fram pallíettur og nota þær óspart og hvet lesendur mína til að gera slíkt hið sama. Pallíettur passa líka svo vel við aðrar jólaskreytingar.
Á jólunum eru þó þægindin stór þáttur þar sem manni vill líða vel í hátíðargírnum á meðan áramótin eru aðeins ýktari í klæðavali. Þegar maður sest með tásurnar upp í loft eftir ljúffenga máltíð þá verður maður þakklátur fyrir þægindavalið.
Tískan í dag hentar þar einstaklega vel – bundnir kjólar (kimonar) eru til dæmis vinsælir og þá má nota sem jólakjól og losa svo um mittið eftir matinn. Þá virka samfestingar alltaf vel ef sniðið er rétt. Mæli til dæmis með einum góðum frá AndreA Boutiqe sem er virkilega vel heppnaður,“ segir Elísabet.
„Jólaliturinn, rauður, hefur aldrei verið vinsælli en einmitt núna og ég tek þátt í því að klæðast honum óspart. Þetta verða því líklega rauðustu jólin í langan tíma hvað klæðaburð varðar en ég óska eftir hvítum snjó á göturnar á sama tíma.“
Ertu þessi týpa sem ert glansandi fín á jólunum?
„Ég fer millileiðina, klæði mig og börnin mín upp í jóladress (fínni klæði) en tíminn er naumur þegar huga þarf að mat og börnum. Ég enda því oftast á að setja hárið í snúð í flýti og læt mér nægja að fela baugana og setja rautt á varirnar. Við fjölskyldan erum bara fjögur í sænska kotinu okkar og því er stemningin eftir því – við erum fljót að skipta yfir í náttfötin þegar þau hafa verið opnuð úr einhverjum af jólapökkunum.“
Ef þú mættir velja einn fylgihlut sem gerir kraftaverk, hvað myndir þú velja?
„Eyrnalokkar hafa verið sá fylgihlutur sem hjálpar mér við að gera einfalt dress meira næs – setur punktinn yfir i-ið. Þó eru sólgleraugu líklega minn besti fylgihlutur – þau hafa bjargað mér ansi oft og það er misskilngur að þau séu eingöngu ætluð sumartímanum. Ég óska mér þeirra oft í jólagjöf sem sumum finnst skrítin ósk í desember.“
Takk fyrir mig Smartland. Lesið viðtalið í heild sinni: HÉR
//
The Icelandic newspaper MBL interviewed me about the Christmas trends and my kind of Christmas. I don’t have the time to translate so you have use the help of Google Translate to understand more.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg