Ef það er einhvern tíma stund til að staldra við og njóta, þá er það á jólunum. Ég hef svo sannarlega leyft mér það síðustu daga. Við fjölskyldan eyddum Aðfangadegi þrjú í kotinu en Jónsson spilar leik milli jóla og nýárs og því ekkert annað í stöðunni. Þó það kunni að hljóma einmannalega fyrir einhvern þá er þetta hin dásamlegasta leið til að halda uppá jólin að mínu mati – rólegheit og allt á okkar hraða. Jólin eru auðvitað hátíð barnanna og því ekkert skemmtilegra en að upplifa þau með heimasætunni sem sá um lestur á pökkunum þetta árið. Í síðasta sinn er hún eina barnið í okkar litlu fjölskyldu og því möguleiki á að það verði (enn meira) stuð að ári með einn tæplega eins árs skæruliða ..
Þessi kjóll var keyptur á þorláksmessu en ég féll fyrir fallegu gulu blúndunni.
Frá Zöru –
Það var íslenskur hamborgarhryggur á borðum. Það sést á útlitinu enn þann daginn í dag en var vel þess virði.
Góður matur til að borða (bara!) einu sinni á ári –
Þú og ég og jól .. Maður þarf ekki meira en hvort annað til að eiga gleðilegustu jól.
“Þrír sætir kallar” .. Tveir keyptir í Habitat á útsölu fyrir jólin (sjást í fjarlægð). Já, hér eru útsölurnar byrjaðar um miðjan desember í mörgum verslunum.
Móment hjá húsbóndanum þegar við setjumst við kertaljós, lesum jólakort og huggum okkur eftir miðnætti. Hans uppáhalds tími dagsins.
___
Dásamleg kvöldstund og jóladagar ..
Gleðilega hátíð kæru lesendur.
Hlýjar kveðjur yfir hafið xxx
//Elísabet Gunnars.
Skrifa Innlegg