fbpx

JÓLALÍFIÐ

LÍFIÐ

Ef það er einhvern tíma stund til að staldra við og njóta, þá er það á jólunum. Ég hef svo sannarlega leyft mér það síðustu daga. Við fjölskyldan eyddum Aðfangadegi þrjú í kotinu en Jónsson spilar leik milli jóla og nýárs og því ekkert annað í stöðunni. Þó það kunni að hljóma einmannalega fyrir einhvern þá er þetta hin dásamlegasta leið til að halda uppá jólin að mínu mati – rólegheit og allt á okkar hraða. Jólin eru auðvitað hátíð barnanna og því ekkert skemmtilegra en að upplifa þau með heimasætunni sem sá um lestur á pökkunum þetta árið. Í síðasta sinn er hún eina barnið í okkar litlu fjölskyldu og því möguleiki á að það verði (enn meira) stuð að ári með einn tæplega eins árs skæruliða ..

IMG_0379
Þessi kjóll var keyptur á þorláksmessu en ég féll fyrir fallegu gulu blúndunni.
Frá Zöru –

IMG_0421
Það var íslenskur hamborgarhryggur á borðum. Það sést á útlitinu enn þann daginn í dag en var vel þess virði.
Góður matur til að borða (bara!) einu sinni á ári –

IMG_0383 IMG_0384 IMG_0420

Þú og ég og jól .. Maður þarf ekki meira en hvort annað til að eiga gleðilegustu jól.

1915428_10153679994546253_8082218511417717154_n (1)
“Þrír sætir kallar” .. Tveir keyptir í Habitat á útsölu fyrir jólin (sjást í fjarlægð). Já, hér eru útsölurnar byrjaðar um miðjan desember í mörgum verslunum.
Móment hjá húsbóndanum þegar við setjumst við kertaljós, lesum jólakort og huggum okkur eftir miðnætti. Hans uppáhalds tími dagsins.

___

Dásamleg kvöldstund og jóladagar ..
Gleðilega hátíð kæru lesendur.

Hlýjar kveðjur yfir hafið xxx

//Elísabet Gunnars.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FYLGIHLUTIR Í FLEIRTÖLU

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    26. December 2015

    Þið eruð svo falleg fjölskylda!

    Knús frá Seyðis x

  2. Louise

    27. December 2015

    Bonjour,

    Je suis française et nantaise. Je vous est découvert quand votre mari jouait au HBCN.
    J’aime beaucoup votre blog, du moins les photos car je ne comprend pas votre langue malheureusement…
    Envisagez-vous dans l’avenir d’écrire vos articles en anglais ?

    Merci et bonne continuation :)

    • Elísabet Gunnars

      27. December 2015

      Hallo Louise, thank you for you’re comment. ♡
      In 2016 I will try to write in english as well – it has been in my plans for a while.

      Bonne journée xxxxx