fbpx

JÓLAKVEÐJA

LÍFIÐ

English Version Below

Jóladagur að kvöldi kominn og ég leyfi mér að setjast aðeins við tölvuna til að skrifa litla jólakveðju til ykkar. Það er yfirleitt tölvubann á þessum besta degi ársins en þar sem hann var ekki alveg hefðbundinn þá leyfi ég mér að brjóta útaf vananum hér líka.

Við fjölskyldan héldum uppá jólin heima í sænska kotinu og í fyrsta sinn vorum við fjögur. Í nokkur ár höfum við reynt að skapa okkar eigin hefðir sem mér finnst alveg frábært. Hér á bæ er ekkert jólastress heldur förum við á okkar hraða inn í jólin.

Þessi tími er hátíð barnanna og ég elska að fylgjast með mínum upplifa þetta kvöld með mikilli spennu og gleði. Myndir eru minningar og þess vegna vil ég eiga nóg af þeim til að fletta upp fallegum augnablikum síðar meir. Þessar fönguðu okkar stemningu.

img_0238 img_0236 img_0195img_0234

Gleðileg jól kæru lesendur. Vonandi áttu þið ljúfar stundir – gleði, ást og frið með ykkar fólki.
Ég sendi ykkur öllum hlýjar hátíðarkveðjur yfir hafið frá sænska landinu <3 Höldum áfram að njóta.

//

Me and my family of four celebrated our Christmas in Sweden for the first time.
We have been making our own traditions the last years and we love it. Calm and easy evening with our own pace.

Marry Christmas dear readers !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DESEMBER DAGAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sigrún

    25. December 2016

    Ekkert smá fallegar jólamyndir! Hvaðan er kjóllinn sem þú ert í?

    • Elísabet Gunnars

      26. December 2016

      Takk fyrir :)
      Kjóllinn er frá H&M Trend, keyptur á Aðfangadag