Ígló&Indí Holiday Magazine er komið út. Veglegt tímarit með mörgum fjölbreittum blaðsíðum fyrir okkur og smáfólkið. Í fyrsta sinn kemur blaðið út á ensku en þannig dreifa þau boðskapnum til allra sinna viðskiptavina.
Einn partur í blaðinu snýr að bloggurum héðan og þaðan um heiminn, “Bloggers around the world”, en Ígló&Indí hafa þakkað bloggum fyrir velgengni sína á erlendri grundu.
Við mæðgur fengum þann heiður að fá að vera með í útgáfunni þetta árið, en við erum einmitt stoltir aðdáendur íslenska barnafatamerksins. Okkar orð getið þið lesið hér að neðan.
Ég á nokkrar fleiri uppáhalds síður í blaðinu en ég held að ég hafi líka komið inn á þær í útgáfunni fyrir ári síðan. Það gleður að sjá síður sem sérstaklega eru ætlaðar börnunum.
Frábærar fréttir –
Heitt súkkulaði í jólakuldanum. Takk Ebba –
Litabók –
Jólagjafahugmyndir –
Fallega heimalandið –
Okkar séríslensku jólasveinar koma brátt til byggða –
Til hamingju með fallegt blað Ígló&Indí. HÉR má lesa það í heild sinni.
Takk fyrir mig og mína.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg