fbpx

Hej Esbjerg

HOME

English version below

Síðasti pósturinn minn fór í loftið á sunnudaginn þegar ég pakkaði saman síðustu flíkunum í ferðatösku og hélt til nýja heima í Danmörku, sjá HÉR.

Á aðeins nokkrum dögum er ég að leggja lokahönd á að koma okkur fjölskyldunni fyrir, ég sagði á Instagram story að ég ætlaði að reyna að setja met í að klára að ganga frá öllu á stuttum tíma svo að við gætum byrjað rútínuna aftur sem allra fyrst. Þau orð mín virðast vera að ganga eftir því nú er mikið tilbúið og ég gaf mér tíma til að setjast við tölvuna og klára nokkra klukkutstunda vinnu sem hefur beðið mín. Alban mín, ofurhugi og dugnaðarforkur, byrjaði í danska skólanum í gær og bara hljóp inn eins og hún hefði aldrei gert annað. Hún var glöð eftir daginn og hljóp aftur inn núna í morgun. GM byrjar svo í lok vikunnar hægt og rólega. Ég vona að það eigi eftir að ganga eins vel. Þegar þeim líður vel, líður mér vel.

Það er ekki alslæmt vinnu útsýnið í nýja danska garðinum mínum. Ég er virkilega sátt og glöð í hjartanu. Nýtt tímabil í okkar lífi byrjar vel og ég vil trúa því að það eigi eftir að halda þannig áfram. Takk allir sem hafið tekið þátt í breytingunum með mér í beinni – ég finn fyrir svo miklum stuðning og áhuga frá fylgjendum mínum, það hjálpar helling.

//

In my last blog I told you about our last days in Sweden – here you have our first days in Denmark. I have been trying to get the house ready in record time to be able to start the normal routine life. It’s going well and we are getting there. Alba, which I am so proud of, has already started the school in a new country and she is happy about is so far. When the children are happy – I am happy.

Here you have my work view from the new garden – not bad, right?

 

Sólarkveðjur héðan !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Hejdå sænska heima

Skrifa Innlegg