fbpx

Hejdå sænska heima

HOME

English version below

Síðustu vikur hafa verið heldur viðburðaríkar. Ég hef náð að halda saman endum með miklu skipulagi en ég hef staðið í flutningum, ein í sænska kotinu með krakkana. Eftir sumarheimsóknina til Íslands hélt Gunni til Danmerkur þar sem hann skrifaði undir nýjan saming við Ribe Esbjerg. Þangað munum við fjölskyldan (í Esbjerg) því búa okkur til næsta heimili og erum mjög spennt. Síðustu dagarnir í Svíþjóð hafa samt verið smá erfiðir því kveðjustundir taka alltaf á. Ég held alltaf að ég sé orðin svo sjóuð í svona aðstöðu en er svo auðvitað bara mannleg og mömmuhjartað átti erfitt með sig í gær þegar þónokkur tár féllu hjá Ölbunni minni þegar hún kvaddi sænsku vinina síðasta skóladaginn. Gunnar Manuel fattar ekkert hvað bíður sín og er bara svaka peppaður fyrir Esbjerg sem hann heldur að sé hótel sem við sváfum á í heimsókn okkar til Gunna í byrjun ágúst.  Ég hef verið virk að deila dögunum mínum með ykkur á Instagram story og það er svo dýrmætt að sjá hvað margir fylgjendur mínir verða meðvirkir og taka þátt í að peppa mig og krakkana á einn eða annan hátt. Takk þið sem hafið sent mér línu – finnst það alveg frábært!

EN ég er MJÖG spennt fyrir komandi tímum. Elska DK og hlakka til að prufa að búa þar. Ég elska samt húsið mitt í Kristianstad svooo mikið og finnst erfitt að kveðja garðinn sem er hinn mesti draumur.

Þetta handboltalíf eða atvinnumannalíf getur verið mjög sérstakt og hefur líf okkar stjórnast af tilboðum og samningum síðsustu 10 árin. Það er hálf óþægilegt að hafa ekki fulla stjórn á þessu skipulagi á sama tíma og þetta eru ákveðin forréttindi. Við höfum upplifað ýmislegt saman sem fjölskylda og kynnst mismunandi stöðum og menningu sem ég er mjög þakklát fyrir. Núna er semsagt nýtt ævintýri á dagskrá, nýtt handbolta tímabil bíður okkar og ég get ekki beðið eftir að við verðum búin að koma okkur vel fyrir og lífið komist í góða rútínu aftur.

//
Our last day in Sweden is here. After two years we will say goodbye to our lovely house with my favourite garden. New adventures in Denmark are waiting for us and I can’t wait to start our “normal” life again in Esbjerg. This handball life can be strange and it’s always hard to say goodbye. 

Hejdå Sverige – Hej Danmark.

Útsýnið í augnabliknu er svona:

en minningarnar frá sænska heima verða svona (tekið í gær í pakkapásu):


Góða helgi kæru þið! Malmö bíður okkar eina nótt á meðan sterkir strákar ætla að sjá um flutninga á búslóðinni en svo verður það nýtt upphaf í Danmörku á morgun. See you soon Denmark!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SJÖSTRAND Í HAF STORE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þóra

    2. September 2018

    Trúi ekki að það sé komið að þessu, mun sakna ykkar óendanlega mikið <3
    Hlakka til að koma í heimsókn í Danska Drauminn <3