fbpx

SJÖSTRAND Í HAF STORE

FRÉTTIRSHOP

Eins og líklega flestir hafa tekið eftir þá opnuðu HAF hjón nýja og glæsilega hönnunarverslun á dögunum (Svana kíkti í heimsókn). Ég hlakka mikið til að gera mér ferð í búðina næst þegar ég verð á landinu. Hún lítur æðislega út miðað við myndirnar sem ég hef séð, staðsetningin er heillandi og þau eru að bæta vel við flóruna sem fyrir má finna. HAF hjónin eru með þennan skandinavíska hreina stíl, en þó með smá twisti og áhrifum frá búsetu þeirra á Ítalíu – sem má sjá á vöruúrvalinu.

Talandi um Ítalíu – þá er boðið uppá ljúffengan espresso í versluninni frá mínu uppáhalds Sjöstrand. Semsagt 100% lífrænt kaffi í umhverfisvænu hylki sem er bragðgott þar að auki (win win win!). Ég hvet ykkur því til að kíkja í kaffi hjá þeim.

Sjöstrand vörurnar eru allar fáanlega í HAF STORE og ég get slúðrað því í ykkur að það eru 3 nýjar kaffitegundir væntanlegar í september ásamt því að mjólkurflóarinn góði mun loksins koma aftur.

Ég tók saman nokkrar uppáhalds vörur núna þegar ég renndi yfir úrvalið þeirra í fljótu bragði.

Loftljós

Motturnar frá Marokkó

Þessi stóll

Síðan það sem er mitt uppáhalds uppáhald í versluninni – FÖSTUDAGS BLÓMIN!

Ég er eiginlega háð föstudagsblómum. Það er fátt betra en að eiga hreint heimili fyrir helgi og bæta við föstudags blómum til að setja punktinn yfir i-ið.

Gangi ykkur vel duglegu HAF hjón!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Í TÍSKUFRÉTTUM ER ÞETTA HELST...

Skrifa Innlegg