English Version Below
Snemma í síðasta mánuði fenguð þið að fylgjast með ferð minni til Kaupmannahafnar þar sem ég heimsótti tvö ólík en áhugaverð fyrirtæki. Annað þeirra var Frederik Bagger fyrir Norr11 en hitt danska tískuhúsið WoodWood sem ég heimsótti fyrir Húrra Reykjavík. Wood Wood er merki sem ég hef fylgst með lengi og kynntist fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum (mörgum!) árum. Ég var því glöð þegar KronKron tók það inn örlítið síðar. Merkið hefur átt sínar hæðir og lægðir og er í dag á mjög góðu róli. Í sumarlínunni ræður léttleikinn ríkjum í þægilegum klæðum sem samt búa yfir elegance – eitthvað fyrir mig!
Í febrúar munu Wood Wood síðan í fyrsta sinn sýna á tískuvikunni í Milano – það er stórt!
Frábæri Helgi Ómars
Húrra Reykavík er ein af nokkrum góðum verslunum sem selja merkið á Íslandi. Sumarlínan 2017 tók á móti okkur Helga í gömlu sýningarherbergi sem staðsett er í bakhúsi á Nørrebro. Sú lína lofar virkilega góðu!! Ég er strax komin með langan óskalista og þið sem fylgduð Trendnet á Snapchat þann daginn sáuð að við eigum fallegar flíkur í vændum.
Langar í þetta dress fyrir sumarið. Helst myndi ég vilja klæðast stuttbuxunum berleggja við mega fína jakkann sem ég myndi hneppa að mér
Sjúk í þessar buxur!
Elísabetar-legir
Þessi leðurjakki var það fyrsta sem greip augu mín
Þessi romantic peysa á eftir að verða bestseller – viss um það!
Ég mátaði smá en lagði meiri áherslu á að koma við og sýna ykkur “í beinni” þann daginn. Fljótlega getum við síðan mætt á Hverfisgötuna og keypt eðal flíkurnar þegar þær detta í Húrra hús. Fyrr í dag fékk ég þær fregnir að fyrsta sending væri nú þegar lent á klakanum og verður komin upp í verslun klukkan 11 á morgun (þriðjudag) – heppileg tímasetning á heimsóknarpóstinum mínum.
Meira af SS17: HÉR
Takk fyrir mig Húrra Reykjavik og WoodWood.
//
Last month I visited the WoodWood showroom on Norrebro in Copehagen. I went with my co-blogger and friend Helgi Ómars and we were both impressed.
I like the summer collection which is hitting the stores these days, light and comfortable with some elegance – my kind of style.
You can see photos from our visit above and in Reykjavik you can find the brand in Hurra Reykjavik – which hooked me up with the visit.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg