fbpx

HEIMSÓKN: FREDERIK BAGGER

HEIMSÓKN

English Version Below

Þið sem fylgið Trendnet á Snapchat (@trendnetis) fenguð að koma með mér í tvær spennandi heimsóknir í Kaupmannahöfn í gær. Önnur þeirra var hjá Frederik Bagger mönnum sem náðu að heilla mig upp úr skónum með sögustund um sjarmerandi stöðu merkisins frá upphafi til dagsins í dag.

Frederik Bagger er ungt merki sem Íslendingar fengu nýlega að kynnast þegar verslun Norr11 hófu sölu á því fyrir ekki svo löngu. Dönsk hágæða hönnun sem gaman var að fá betri innsýn í.

Ólíkt öðrum sambærilegum vörum vilja Bagger menn að glösin þeirra séu nýtt á marga vegu. Sem dæmi get ég nefnt að viskíglösin sem eru hvað vinsælust frá merkinu eru gjarnan notuð sem kaffibollar eða fyrir betri morgunmat. Af hverju að festast í einhverju einu notagildi þegar má nýta fallega vöru á fleiri vegu? Ég kann að meta þessa sýn. Við viðskiptavinirnir fáum þá meira fyrir peninginn.

Merkið hefur náð ótrúlegum vinsældum á stuttum tíma og er komið í sölu í fallegar verslanir um alla Evrópu. Viðurkennd hönnun sem á bara eftir að vaxa á næstu árum og ég hlakka til að fylgjast með þeirri þróun.

 

img_0750

Það var tekið vel á móti mér –

img_0763img_9387

Ég ásamt Frederik sjálfum Bagger –

img_0754

Vinsælustu vörur Baggers eru rómantískar og margnýtanlegar –

img_0758 img_0751 img_0752
Meira minimalískt  –

img_0756 img_0767

Íslenskar kleinur á borðum – ekki slæmt!

img_0766

Farið yfir málin –

Efst á mínum óskalista er Frederik Bagger matarstell fyrir jólin. Sjáið þið þessa fegurð! Ég fór yfir það á Snapchat í gær og þar voruð þið margar sammála mér. Ekki að undra …

HyperFocal: 0

agetimage-ashx getimage-ashx_

 

 

Takk fyrir mig Norr11 og nýju vinir mínir hjá Frederik Bagger. Ég mun áreiðanlega koma aftur í heimsókn fyrr en síðar.

//

Yesterday I visited lovely Copenhagen. The purpose was work related as I was visiting two showrooms.
The first one was at the danish design studio Frederik Bagger. I really love the products which are sold in Norr11 Showroom in Iceland but in many beautiful stores here in Sweeden, Danmark and big in Norway as well.
I was impressed by the history of the young company and even more impressed how fast they have grown from start.

One of the idea at Bagger is that people can use the products in different ways. To take an example the most popular glasses, the Crispy Lowball, would be used as whisky glass in most cases, but they encourage you to use it for your morning coffee, breakfast or dessert. I like the vision because when I buy nice things I don’t want to save them for nice occasions, I want to use them!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    4. December 2016

    Þessi maður er alltof handsome…
    Langar mikið í nokkra hluti úr línunni:)