fbpx

HEIMSÓKN: GANNI

HEIMSÓKNSHOP

English Version Below

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur! Ekki voru fötin síðri, á slánum héngu klæði frá sumar og haustlínu. Þó ég hafi skoðað báðar línurnar þá ákvað ég að einblína eingöngu á sumarið í þessari heimsókn, það eru þær flíkur sem hægt er að nálgast í verslunum þessa dagana. GEYSIR er söluaðili Ganni á Íslandi og þau voru að fá í hús stóra sendingu núna á dögunum þar sem finna má eitthvað af þessum flíkum sem birtast á myndunum hér að neðan.

Ganni er merki sem hefur vaxið ótrúlega hratt síðustu árin og gaman hefur verið að fylgjast með þeirri þróun. Ég er mikill aðdáandi þó ég eigi ekki margar flíkur frá þeim. Nú finnst mér ég persónulegri vinur eftir að hafa fengið svona góðar móttökur í heimsókn minni. Því þarf ég að bæta upp fyrir Ganni leysið í mínum fataskáp, hið allra fyrsta.

Pressið á myndirnar til að fá þær stærri á skjánum.

Mig langar að nota þennan við háar buxur og hárið upp í hnút.

Nafnið mitt er skrifað á þetta dress. Efnið er dásamlegt en yfirhönnuður Ganni á heiðurinn af blóma teikningunum ásamt öllum öðrum munstrum sem koma fyrir á flíkum merkisins.

Innblástur sumarlínunnar var fengin frá kúrekum en þessi silki skyrta endurspeglar það.

Ganni hannar eingöngu fatnað á kvenfólk en Helgi (Ómars) var alveg sjúkur í þessa hestapeysu sem er í unisex sniði og því vel við hæfi fyrir karlmenn eins og konur.

Dásamleg details. Flower power!!

Broderuð fegurð ..

Leðurjakki sem hægt er að dressa upp og niður. Ég er alveg sjúk í hann!

Merktir bolir hafa aldrei verið eins áberandi og um þessar mundir. Ljósblái liturinn er einnig vinsæll í sumar.

Dökkbláu buxurnar eru best seller í Danmörku í vor ..

Þessi kemur í svörtu og ljósu ..

Peysa drauma minna. Kolféll fyrir prjónaskapnum og þessum eldrauða lit. Sumarlína sem inniheldur ullarpeysu er eitthvað fyrir okkur á Íslandi.

Það var tekið sérstaklega vel á móti mér í heimsókninni. Hlýjustu þakkir til Alexöndru sem sér um showroomið – sinnir sínu starfi með sóma. Svoleiðis móttaka gefur enn betri upplifun – takk.

.. svo hefði ég auðvitað aldrei getað klárað þessa heimsókn nema með hjálp besta ljósmyndarans og snillingsins mikla, Helga Ómars.

//

Couple of weeks ago I visited the Ganni showroom in Copenhagen. The brand has been growing fast the last years, they seem to be doing something right and I agree to that. Scandinavian style with class.
The showroom was in a beautiful old house with a view over the center of Copenhagen. Alexandra, who welcomed us in the showroom was really lovely and made the visit even more intressant – so important to get the right impression for the brand. Aboe you can see some of my favorites from the summer collection which should be in stores now. In Reykjavik you can find Ganni in the Geysir shop.

 

 

Takk fyrir mig Geysir og Ganni // Thanx Ganni !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    20. April 2017

    Svo fallegt allt saman!x

  2. Helgi Omars

    20. April 2017

    Ó svo góður dagur!! Falleg föt – frábært fólk, oh mon dieu!