fbpx

GRÆNN DRAUMUR

LÍFIÐSHOP

Ég átti vel nýtta vinnudaga í Kaupmannahöfn í síðustu viku, í síðasta skipti áður en ég flyt frá Danmörku. Að vísu verð ég eitthvað væntanleg þar á næstunni, á t.d. pantað flug út á tískuvikuna í ágúst, svo ég er ekki alveg búin að kveðja útlönd þó ég ætli að prufa að vera með heimilisfangið á Íslandi um sinn.

Í höfuðstöðvum H&M ætlaði ég mér að drekka bolla og taka fund, en þar sem ég var mætt í danska sýningarherbergið  í fyrsta sinn þá “stalst ég” til að máta nokkrar fallegar flíkur. Það var ekki planið og þetta er í rauninni ekki samstarf en þið vitið samt öll að ég hef unnið með H&M áður og mun vonandi gera það einhvertíman aftur. En vegna umræðu síðustu daga þá er betra að taka það fram að þessi færsla er ekki kostuð.

Ég kolféll fyrir grænum buxum sem ég birti mynd af á Instagram. Silkibuxur í geggjuðu beinu sniði. Snið sem ég mæli með fyrir lágvaxna því það lætur okkur líta út fyrir að vera örfáum cm hærri. Langar í þessar –

H&M AW21

Græni liturinn er mjög áberandi um þessar mundir og það er engin spurning um annað en að kjósa hann lit sumarsins og haustsins 2021. Þurfum við ekki einmitt smá lit í lífði núna, eftir nokkuð litlausa mánuði á undan? Ég held að trendið komi á fínum tima.

H&M virðist einnig hafa fengið innblástur frá þessu dressi mínu miðað við nýjasta innlegg þeirra á instagram, gaman að rekast á sömu samsetningu í nýjasta innleggi þeirra – haha :)

 

Góðar stundir.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ÚTSKRIFTIR: FYRIR HANN & FYRIR HANA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Halla

    27. June 2021

    Munu þessar buxur koma í sölu á Íslandi 😄❤️?

    • Elísabet Gunnars

      1. July 2021

      Já, ég myndi ætla það :)