Það er orðið ansi langt síðan ég tók saman Frá toppi til táar – kauphugmyndir fyrir ykkur, hér á blogginu. Ég er oft rukkuð um svona færslur og mætti auðvitað vera miklu duglegri að deila því sem ég hef augastað á hverju sinni. Nú upplifum við skrítna tíma þegar verslanir eru að mestu tómar og fólki skipað að halda sig heima. Verið svo væn að taka það til ykkar og ekki vera að fara út að óþörfu.
Heimaveran árið 2020 þarf ekki endilega að þýða að við getum ekki “kíkt smá í búðir” ;) .. Heimur netverslana stækkar hratt hér sem og annarsstaðar og í dag höfum við tækifæri á að versla nánast hvað sem er á netinu. Ég kýs að halda í mína hefð og vel eingöngu vörur frá íslenskum verslunum. Ef okkur vantar eitthvað þessa dagana, verslum þá við íslenskar verslanir svo þær lifi þetta erfiða tímabil af. Hér að neðan einblíni ég á íslenskar netverslanir.
Bland af því besta úr búðunum, héðan og þaðan. Ég vona að þið kunnið vel að meta –
Kápa – Óvá þessi kápa! Á góðu verði frá Noisy May/Vero Moda. Fæst: HÉR
Skyrta – Hvít skyrta í alla fataskápa (!) hef sagt það alltaf, því notagildið er svo mikið. Þessi fæst hjá Andreu okkar: HÉR
Eyrnalokkar – Ég sagði ykkur nýlega frá skartgripamerkinu Vanessu Mooney. Merkið fæst í verslun Yeoman á Skólavörðustíg og þessir tilteknu eyrnalokkar fást: HÉR
Gallabuxur – Ég og vinkonur mínar höldum mikið upp á gallabuxnasniðin hjá sænsku Ginu Tricot. Nú fáum við fatnað frá þeirri ágætu verslun í íslenskri netverslun. Þessar í mömmusniði fást: HÉR
Kaffibolli – Þessi ágæti umhverfisvæni farbolli vekur athygli á Instagram hjá mér. Því leyfi ég honum að vera hér með og get með stolti sagt ykkur öllum að hann fæst: HÉR
Undirföt – Þegar ég hugsa um falleg undirföt á góðu verði til að sýna ykkur þá virðist ég alltaf detta inná sama merkið. ELLA-M hefur lengi verið í uppáhaldi. Fæst: HÉR
Trefill – Ekki láta ykkur verða kalt! Allra sýst um þessar mundir. Þessi ullartrefill er frá Won Hundred og fæst: HÉR
Húfa – Mín uppáhalds húfa og hún fæst í mörgum litum fyrir aðra áhugasama: HÉR
Sólgleraugu: Já þó það sé ennþá kalt þá var samt sól í dag (líka á Íslandi!). Le Specs er svo næs. Þessi fást: HÉR
Skór – Ekki vissi ég að ég kæmi ECCO inn í svona færslu. En eins og margir vita er það merki sem þekkt er fyrir einstök þægindi, hér í skvísuskóm í ljúfu lúkki. Fást: HÉR
Taska – Sporty & Rich er merki sem ég er nýlega farin að fylgast betur með. Það er Húrra Reykjavík sem selur það á Íslandi: HÉR
Peysa – Acne er alltaf æði. Þessi fæst í nýja miðbænum í verslun GK Reykjavík við Hafnarstræti og HÉR
Ég sendi hlýjar rafrænar kveðjur á ykkur öll.
Happy shopping!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg