fbpx

LE SPECS FÆST NÚNA Á ÍSLANDI

SAMSTARFSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Yeoman Reykjavik & Le Specs.

Ísland fagra Ísland á svona dögum – það er reyndar algjört gluggaveður, klæðið ykkur vel!
Ég tók þátt í myndatöku í gær í tilefni þess að nýtt sólgleraugnamerkið var að lenda í Yeoman Reykjavik. Það var Íris Dögg Einarsdóttir sem mundaði linsuna fyrir Le Specs.

Merkið vildi gefa nokkrum áhrifavöldum gleraugu og ég var ein af þeim heppnu í þetta sinn. Ég hef þekkt Le Specs í lengri tíma og á einmitt önnur gleraugu frá þeim sem ég keypti mér í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Gunni sömuleiðis.

Ég valdi mér týpuna Outta Love sem koma í þessum orange brúna lit og svörtu. Mér finnst þau æði!
Verð: 10.900,-

Um Le Specs:
Since 1979, Le Specs has become renowned globally for it’s iconic and innovative sunglass collections at an affordable price. With a reputation as the ultimate summer accessory, Le Specs developed an international cult following and has become a true trendsetter in the global fashion market.

Le Specs has been worn by some of the most recognised and influential personalities today, including Beyonce, Rihanna, Gigi and Bella Hadid, Lady Gaga, Zayn Malik, Kendall Jenner and Justin Bieber.

Það heillar mig við merkið að þú kaupir gæði og hönnun á sanngjörnu verði. Merkið tillir sér þannig einhvers staðar á milli hátísku merkjanna og þeirra sem fást í stóru verslunarkeðjunum.

Nú getum við í fyrsta sinn keypt þessi gleraugu á Íslandi og ég er eiginlega alveg viss um það að þið eigið eftir að taka því fagnandi, allavega miðað við alla sólina síðustu daga (vonandi jinxa ég ekki!). Þær stöllur í Yeoman sögðu mér að gleraugun fást á betra verði hjá þeim heldur en ef við myndum panta á netinu, ef við skattar og sendingargjöld eru tekin inní dæmið. Það er því um að gera að styðja sterkar konur í atvinnurekstri á Íslandi í stað þess að panta erlendis frá.

Hér er ég með “The Flash” ..
Verð: 12.900,-


Þið finnið gleraugun í sölu á Skólavörðustíg 22b í verslun Yeoman Reykjavík.

Happy shopping!

xx,-EG-.

LÍFIÐ: TULIPOP EVENT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    5. June 2019

    Þessar myndir eru æææði – og þessi píja sko ! What a módel <3