fbpx

ÚTSÝNIÐ: HEIMA SKRIFSTOFA

HOME

English Version Below

Jess! Loksins lét ég verða af því að gera smá huggulegt í kringum mig hér heima. Við erum með eitt herbergi sem ég hef hingað til titlað sem fataherbergi en það er með stórum djúpum fataskápum og ég þarf ekki allt þetta pláss og ætlaði mér alltaf að reyna að gera smá vinnuhorn í sama rými. Við höfum verið að vinna við skrifborð niðri hingað til og það er sama skrifborð og krakkarnir nota til lærdóms og föndurs – hér er því aðeins meira næði frá heimilisamstri.

Hæ héðan – það varð allt í einu bara voða notalegt að vinna heima <3

Ég er þannig gerð að umhverfið mitt veitir mér mikinn innblástur í vinnu. Ég fer því oft út á mín uppáhalds kaffihús þar sem mér líður notalega. Hingað til hef ég átt erfitt með að vinna heima þar sem vinnuaðstaðan hefur verið of nálægt öðrum heimilsstörfum, eða á þessum skrítnu tímum, of nálægt börnunum mínum. Ég kann illa við að sökkva mér í vinnu við hlið barnanna þegar þau kalla einnig á athygli, þá verður einhvern veginn lítið úr minni vinnu og þeirra stund nýtist einnig illa. Ég skil þó mæta vel að það er sá raunveruleiki sem margir búa við þessa stundina.

Mig langar að setja myndir á vegg og hanka og mögulega smá grænt en góðir hlutir gerast hægt … ekki satt?

Þessi ótrúlega staða í samfélaginu býr þá til eitthvað jákvætt – til dæmis  sparkar í rassinn á manni að klára þessa hluti sem hafa hingað til setið á hakanum.  Vonandi finnið þið eitthvað jákvætt út úr ykkar stöðu. Sendi orku og strauma yfir hafið xxx

//

Step into my office…

One positive thing I got out of staying home – forced to finally do my home office which has been on the to-do list for a long time. The work is still in process.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DUDE WITH SIGN

Skrifa Innlegg