fbpx

DUDE WITH SIGN

LÍFIÐ

Eru ekki allir að fylgja @dudewithsign á Instagram? Ég hef fylgt honum í þónokkurn tíma og hann virðist alveg vera með puttann á púlsinum. Þetta er svo skemmtileg leið til að koma skilaboðum á framfæri – einföld og árangursrík.

Eins og gefur að skilja erum við öll hálf lömuð vegna COVID veirunnar og ég virðist þurfa að koma inná ástandið í hverri bloggfærslunni á fætur annarri, sorry not sorry, en þetta er bara staðan og líf okkar þessa stundina. Ég er föst inni, með lokaða leikskóla, eins og margir en það er svo gott að minna sig á og nota tímann í samgöngubanni vel og rétt. Vonandi tekur þetta allt saman enda sem fyrst og við munum án efa læra mikið af þessum aðstæðum.

Gaurinn með skiltin er ekkert að flækja hlutina og tók saman það mikilvægasta í lífinu og samfélaginu þessa dagana – flettið til hliðar fyrir allar upplýsingar.

Áfram gakk. Áfram við!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNNUDAGUR Í TVÆR VIKUR

Skrifa Innlegg