fbpx

SUNNUDAGUR Í TVÆR VIKUR

LÍFIÐ

Sundays ..

Eins og ég sagði HÉR þá gáfu Danir út samgöngubann frá og með 16.mars en landar mínir tóku það til sín strax og hófu samviskusamlega inniveru að mestu strax morguninn eftir að bannið var gefið út. Ég hef því verið í miklum sunnudagsgír, ein í kotinu með 4 ára Manuel minn síðustu daga … en svo kom að alvöru sunnudegi í dag, og það var smá skrítið.
Við héldum í lummuhefðina og drukkum saman marga bolla af “kaffi”. Ég er auðvitað að tala um mig og 4 ára son minn svo hann drakk bara epladjús og ræddi við mömmu sína um heima og geyma.

Sunnudagar eru uppáhalds dagarnir mínir í vikunni en ég veit ekki hvað mér finnst um að hafa þá alla daga vikunnar og hvað þá í margar vikur? Þetta eru ólýsanlega skrítnir tímar, það verður að segjast.

Gerum gott úr þessu og verum samviskusöm í gjörðum næstu vikurnar. Lesið HÉR hvernig Íslendingar eiga að haga sér í ástandinu.

Vonandi eigið þið öll góðan dag.

Sloppur: Tekla/Norr11 (fljót að stela nýju flíkinni af eiginmanninum), Kaffi: Sjöstrand, Sódavatn: Aarke, Leirtau: Royal Copenhagen, Lesefni: Costume, Naglalakk: Essie Really Red

Uppskrift af  lummum: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GLEÐILEGAN MOTTUDAG

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svana

    15. March 2020

    Er sko búin að hugsa mikið til þín ♡♡

  2. Andrea

    15. March 2020

    Love á ykkur <3