fbpx

GLEÐILEGAN MOTTUDAG

Gleðilegan mottudag kæru lesendur. Ég vona að sokkasala Krabbameinsfélagsins hafi ekki farið fram hjá neinum? Hér á bæ klæðumst við að sjálfsögðu þessum glöðu sokkum sem vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá körlum.

Forvarnargildi þessa árs er hreyfing og heilbrigður lífsstíll en TrendNÝTT fór ýtarlega út í átakið HÉR í byrjun mars.

Áttu í vandræðum með að velja dagsins dress? Þó að Mottumars sokkarnir séu litríkir þá passa þeir við hvað sem er – við Gunni klæðumst þeim með stolti og vonandi þið líka.

Skál í kaffi. Það er hægt að kaupa sokkapar HÉR fyrir áhugasama og í fyrsta sinn getum við keypt sokka á smáfólkið okkar, jess!

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LÍFIÐ: SMÁFÓLKIÐ GEFUR GLEÐI

Skrifa Innlegg