fbpx

DRESS: TWINS

DRESSLÍFIÐ

Halló Halló hér er ég.

Ég leyfði mér frí frá tölvunni síðustu tvo daga, mikið er það dásamlega ljúft þegar tími gefst til. Við tókum á móti góðum vinum í heimsókn yfir páskahelgina og náðum að fullnýta hverja einustu mínútu í samverustundir af bestu gerð. Dýrmætt!
Vonandi náðuð þið að njóta frídaganna á sem bestan máta.

 

photo 1

Laugardagurinn var eini dagurinn sem allt var opið og því var aðeins kíkt í búðirnar.

Að máli málanna: Þetta getur gerst á bestu bæjum (!)  … þið fattið strax hvað ég meina?
Við Bergný klæddumst alveg óvart í stíl þennan daginn. Við hlóum mikið af því en létum það ekki trufla okkur þegar við gengum hlið við hlið eins og tvíburar í gegnum miðbæinn.


photophoto 1-1 photo 2-1

Það sem við klæddumst eins –
Leðurjakki x 2: Moss by Elísabet Gunnars
Vesti: Moss by Elísabet Gunnars

.. annað var líka líkt en þetta er upptalning af því sem ég klæddist –

Sólgleraugu: RayBan Wayfarer
Gallabuxur: Vila / Blue Jeans baby
Skór: Isabel Marant

Alba:
Kápa: Minimi
Trefill: NoaNoa
Skór: Adidas Stan Smith

Ég var svo þakklát afgreiðslustúlku í &OtherStories sem spurðist fyrir um leðurjakkann og gaf mér falleg orð: sagðist vera að leita sér að hinum fullkomna bikerjakka og að þetta gæti verið sá rétti. Það gerði daginn fyrir mig ! Ég sagði henni glöð að hann væri frá minni eigin fatalínu, Moss by Elísabet Gunnars. Ég lagði upp með það í verkefninu að hanna hinar fullkomnu flíkur sem mér finnst að konur þurfi að eiga í sínum skáp, því fannst mér kommentið frá ókunnugu stúlkunni eiga vel við. Nú þarf ég bara að redda henni jakka, en þeir eru að klárast í vissum stærðum. Aftur, þakklát fyrir það.

Ljúfur dagur. Og almennt ljúf helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

SIMPLE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1