fbpx

DRESS: RÖLT Í REYKJAVIK

DRESSLÍFIÐ

Bæ í bili elsku Ísland og dýrmætu samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Eins og ég hef  komið inná áður þá verður lífið 2020 öðruvísi, en með rétta hugafarinu er ég búin að ákveða að það verði bara spennandi og skemmtilegt. Ég verð mikið á flakki á milli landanna okkar og þó ég hafi kvatt Ísland eftir þessa dvöl þá kem ég aftur mjög fljótlega og ég er strax byrjuð að telja niður í Ölbu-knús.

Ég er lent í Danmörku þegar þetta er skrifað og pulsulandið tekur svo fallega á móti mér með smá vorfíling, eins og ég fékk á þessum myndum að neðan, eitt korterið á milli janúar lægða í Reykjavík.

Peysa: Baum und Pfergarden, Skyrta: H&M Studio, Spöng: Zara, Buxur: Monki, Stígvél: Vagabond/Kaupfélagið

Allt í einu á ég bara “ungling” sem heimtar alltof stóra úlpu og púllar svo bara lúkkið. Alba var heppin að hafa átt inni jólagjöf þegar hún byrjaði að suða um þessa í kuldanum á klakanum … Frá 66°Norður.

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LAUGARDAGSLÚKK: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

Skrifa Innlegg