Við höldum okkur að mestu heima fyrir þessa dagana burt séð frá göngutúrum og útiveru án samskipta við fólk. Þegar þetta er skrifað hefur Gunnar Manuel verið án leikskóla í 17 daga og við vitum að dagarnir verða mun fleiri.
Þrátt fyrir leikskólaleysi þá höfum við náð að halda í ágætis rútínu og ég tel það lykilatriði svo að þetta nýja líf okkar virki sem best. Snýst um að ná jafnvægi í heimavinnunni og í að sýna smáfólkinu okkar athygli á sama tíma – við hjónin höfum verið að vinna með vaktaskipti á virkum dögum (vinna/börn) og síðan reynum við að eyða tímanum öll saman seinnipartinn og um helgar.
Ég vona að þið séuð flest að fara eftir mikilvægi þess að halda ykkur sem mest heima. Þetta skrítna tímabil hlýtur að líða yfir áður en við vitum af, ég krossa fingur og fer eftir fyrirmælum þeirra sem vita best.
Fylgihluturinn minn alla daga er GM ofurkrúttið mitt, hér stöndum við í andyrinu heima og tókum á móti pabbanum úr útihlaupi. Atvinnumaðurinn æfir samviskusamlega en án bolta og liðsfélaga, furðulegt alveg !
Ef vel er að gáð þá er ég í kjól á þessum myndum – AndreA Magnúsdóttir var að reyna að hvetja mig til þess á Instagram og þetta var það lengsta sem ég komst í þeim efnum. Er föst í kósý gírnum.
Kjóll: Envelope, Peysa: Zara, Skór: Birkenstock (var bara í þeim sem inniskóm – ekki orðið nógu heitt til þess að klæðast þeim utandyra)
GM – Peysa: H&M, Buxur: H&M, Skór: Zara, Bolur: WoodWood
Ég vona að þið eigið góða helgi. Knúsið ástvini ykkar – það má knúsa þá sem allra næst manni standa (að undanskyldum þeim sem eru í áhættuhóp að sjálfsögðu) og mér finnst mikilvægt að minna á það <3
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg