fbpx

DAGSINS

DAGSINSDRESSSHOP

Ég fór út úr húsi í fyrsta sinn í dag í mjög langan tíma, eða frá því fyrir helgi. Það virðast vera veikindin endalausu hér í franska kotinu og hefur dóttirin lent verst í því. ,,Auma sálin” .. eins og amma myndi segja.
Ég klæddi mig í föt, líka í fyrsta sinn í langan tíma(segir maður frá svoleiðis?) og ó hvað var gott að komast út í ferska loftið. Þvílíkt frelsi.

DSCF1869 DSCF1867

Oversized leðurjakki: Lindex, Peysa: Lindex, Blússa: H&M, Buxur: Mango, Skór: Gardenia Copenhagen
DSCF1860
Muniði þegar ég bloggaði úr símanum beint frá Köben um dásamlega Acne skó sem voru fyrir mér á búðarápi?
Allavega .. í sömu ferð þá huggaði ég mig við það að ég ætti ekki peninga fyrir Acne skónum en leyfði mér þessa í staðin.
Ég alveg elska þá og hef notað þá mjög mikið síðan kaupin áttu sér stað. Hællinn er í akkurat réttri hæð svo ég nenni að klæðast þeim daglega og sniðið passar við hvað sem er.

xx,-EG-.

CÉLINE BOX BAG

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

    • Elísabet Gunnars

      5. February 2014

      Merci Beaucoup X

  1. Halldóra

    5. February 2014

    Vá en fínir!
    En veistu hvort þessi jakki sé enn til?

    • Elísabet Gunnars

      5. February 2014

      Ég held að leðurjakkinn sé ekki til í dag, er samt ekki alveg 100 á því. En ég veit að hann er allavega til í öðru efni … Ég veit það vegna þess að ég elska sniðið og langar svo í hann í ullarefninu líka eftir að ég mátaði hann í janúar.

  2. Ásdís

    5. February 2014

    Er langt síðan þú keyptir þessa peysu ? :)

    • Elísabet Gunnars

      5. February 2014

      Maxi peysur eru svo góðar.
      Þessi er keypt í haust…

  3. Jóna

    6. February 2014

    Rosalegar flottar buxur :) Ég er búin að vera leita að svona svörtum buxum með lausu sniði sem eru samt þröngar neðst. Keyptiru þessar Mango buxur nýlega? Takk!

    • Elísabet Gunnars

      6. February 2014

      Já, og þessar eru sérstaklega þægilegar .. svo léttar og góðar.
      Þær eru örugglega til ennþá. Keypti þær nýlega. Tékk it!