fbpx

BIOEFFECT Á FERÐINNI

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐ
Færslan er unnin í samstarfi við BioEffect

Halló halló … þegar þetta er skrifað sit ég í bíl á leiðinni út úr bænum. Með í för er meðal annars þetta –


Ferðasett BioEffect er mesta snilld í heimi fyrir konur eins og mig. Ég var að kaupa mér pakka númer tvö eftir að ég fékk fyrsta pakkann í gjöf fyrr í vor – sá kom með mér til Arizona og bjargaði mér algjörlega þar og á ferðalögum vikurnar á eftir.

Nú þegar sólin skín svona skært er mikilvægt að passa uppá húðina, nota sólavörn á daginn og þrífa hana vel með góðum hreinum efnum á kvöldin. Eins og ég sagði ykkur HÉR þá nota ég Bio Effect þegar ég hreinsa húðina og ég hef ekki farið leynt um það hvað ég elska þessar vörur mikið. Áfram Ísland þar eins og annars staðar ;)

Þó ég kunni vel að meta hreinsivörurnar þá er uppáhalds uppáhalds varan mín EGF augnpads sem algjörlega bjarga mér – og sérstaklega í svona vinnu keyrslum eins og ég hef verið að taka reglulega.

Viljið þið prófa? Ég er að gefa ferðasett og EGF augnpads á Instagram aðgangi mínum: HÉR – takið endilega þátt ;)

Sjáumst úti á landi! Mikið hlakka ég til!

xx,-EG-.

 

 

DRESS: KALLI K

Skrifa Innlegg