Þessi veðursæla er að veita mér svo mikla hamingju – veit hreinlega ekki hvar skal byrja. Síminn minn er stútfullur af íslenskum umhverfis myndum hér og þar um landið en markmið mitt í júní heimsókninni var að ná mörgum dögum fyrir utan höfuðborgina. Í dag skrifa ég bloggfærslu með fallegt útsýni yfir Nesjavelli – bara alls ekki slæmt.
Við tókum sólahring á ION með vinafólki sem eru líka viðskiptafélagar og ferðin sett upp með það að markmiði að setja smá stefnu með litla sænska kaffifyrirtækið okkar sem er að falla vel í kramið hjá Íslendingum. Takið frá föstudaginn 21.júní en þá ætlum við okkur að halda viðburð í HAF Store, segi ykkur betur frá því í næstu viku.
Smá sólarkveðjur á þessum ágæta auka sunnudegi – vonandi eru þið að njóta eins vel og ég þennan daginn.
Eina sem ég erfitt með að venjast á Íslandi eru þessar björtu sumarnætur. Myndirnar að neðan eru t.d. teknar á miðnætti í gær og það er alveg ótrúlegt.
Vetur vs. Sumar? HÉR heimsótti ég hótelið á köldum janúardegi, öðruvísi, en bæði næs.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg