fbpx

ART MEETS FASHION HJÁ LINDEX

LÍFIÐ

English Version Below

Hæ frá Stokkhólmi – þar sem ég var viðsödd skemmtilegan viðburð í gærkvöldi hjá Lindex, Art meets Fashion. Um er að ræða samstarfsverkefni með 8 ungum listamönnum sem hver og einn fékk það verkefni að skapa list undir þemanu að fagna konum. Listaverkin voru seld í gærkvöldi og fór söfnunarféð óskert til HERproject, samstarfsverkefni sem styður við láglaunaðar konur í alþjóðlegum framleiðslukeðjum.
Konur eru Lindex mjög mikilvægar og hefur fyrirtækið skuldbundið sig til þess að styðja og hvetja þær á ýmsa vegu til þess að láta til sín taka. Með verkefninu  ‘Art meets Fashion’ vill Lindex skapa klæðilegan tískufatnað fyrir konur sem vilja sýna að þær eru sáttar við sjálfa sig. Ég kann vel að meta þá fallegu sýn sem er góð áminning til okkar allra.

Hönnuðir Lindex unnu úr ólíkum verkum sem komu inn á borðið, útkoman er einstök blanda fatnaðar og fylgihluta – lína sem fáanleg verður í verslunum Lindex frá og með 8.mars næstkomandi, þar á meðal á Íslandi í Lindex á Laugavegi.

Viðburðurinn fór fram í sýningarherbergi Lindex í miðbæ Stokkhólms þar sem fullt var út úr dyrum –

Það var gaman að geta boðið Brynju vinkonu minni með í stuðið. Hún var sérlega góð í hlutverki aðstoðarmanns ;)

Virði fyrir mér verk Polat Chasemloo ..

Verkið komið á tösku sem bráðum fer í sölu ..

Fyrir framan verk Ninu

Þessi kimono er kominn á óskalista undiritaðar ..

Málverk þar sem hugsað er út í hvert smáatriði .. WOW faktor.

Uppáhalds verkefni mitt var eftir Simon Dahlgren ..

Stingum okkur til sunds í þessum ..

Klútur með sömu mynd ..

Ég átti langt spjall við Nayab Ikram sem heillaði mig upp úr skónum ..

Hún notaði líkamshár kvenna sem innblástur í sínu verki ..

Statement eyrnalokkar sem lúkka vel ..

Eitthvað gæti þessi orðið vinsæl hjá íslenskum konum. Ef vel er að gáð má sjá að þetta eiga að vera brjóst.

Út í rigninguna með Polat ..

VOICE í bleiku þema. Látum í okkur heyra.

//

Hi there – from Stockholm, where I got the chance to attend an interesting event with Lindex.
Here you have som description about the event which is called “Art Meets Fashion”:

In a unique collaboration with eight young artists, Lindex presents “Art Meets Fashion” — an inspirational and expressive fashion collection that merges two different art forms.

The collection is based on contemporary art created by eight young artists on behalf of Lindex. Using their individual tools and methods of expression, each artist created one original artwork on the theme of celebrating women. Inspired by this unique artwork, the Lindex design team interpreted the pieces and used them as an interesting starting point from which to launch their design process.

Ólíkt og áhugavert og virkilega mikilvægt.

Takk fyrir mig Lindex.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: CPHFW

Skrifa Innlegg