fbpx

DRESS: CPHFW

DRESSFASHION WEEK

Tískuviku-vinir. Team Trendnet með smá dassi af góðu Glamour Iceland.

Æ það var svo næs á tískuvikunni í síðustu viku. Svaka keyrsla á milli sýninga en yndislegt út í gegn að tíska smá yfir sig. Ég naut góðs félagsskaps sem mér finnst algjört lykilatriði á þessu stússi. Þið hafið einhverjar sent mér og viljað vita meira um kápuna sem ég klæddist en hún er íslensk hönnun sem ég bloggaði um HÉR fyrir jólin. Mikið sem ég var glöð að hafa valið hana sem yfirhöfn – bjargaði mér í kuldanum. Annars var ég ekki að flækja hlutina og ákvað að vera í gallabuxum og stuttermabol við þægilega skó sem ég hef átt lengi. Lúkkið sjáið þið betur neðar í þessum póst.

Rósa – ég – Andrea Röfn

Andrea Magnús – Erna Hrund – Linnea – ég

Ég klæddist: Gallabuxur: H&M, Bolur: Ganni (útsölukaup), Jakki: Ganni, Kápa: Geysir: Skór: Vagabond

I loved spending time in Copenhagen last week during CPHFW. Here you have my look – easy going in jeans and t-shirt:
Jeans: H&M, Tshirt: Ganni (sale from Donna Kristianstad), Blazer: Ganni, Coat: Geysir, Shoes: Vagabond

Ég var orðin ansi lúin þegar myndirnar hér að neðan voru teknar. Síðasta sýning dagsins var hjá ungu merki merki sem nýlega vann dönsk hönnunarverðlaun Magasin du Nord og hafði því fjármagn og tækifæri á að halda sýningu á tískuvikunni að þessu sinni – Lærke Andersen – leggið nafnið á minnið ;)

On the last show of the day Andrea, my very good friend, captured that moment. Very very tired (and hungry) at this time … but happy after long fashion day.

 

Takk fyrir mig að þessu sinni danska höfuðborg.
Thank you for this time dear Copenhagen.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ ER NÚNA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    6. February 2018

    Þessi kápa er svo falleg!

  2. Helgi Omars

    6. February 2018

    Svo gaman!! xx