fbpx

10 TÍMAR Í OSLO

LÍFIÐ

Ég átti langan vinnudag í Osló í gær þegar ég fundaði með H&M vegna spennandi verkefnis sem ég ætla að vinna með þeim á næstunni. Mæli með að þið fylgist öll með! Þetta verður eitthvað …

Eins átti ég fund með markaðsstjóra fyrirtækisins sem ég hafði ekki náð að hitta áður fyrir hönd Trendnet, en sænsku snillarnir hafa verið fastir auglýsendur hjá okkur frá því að verslunin opnaði á Íslandi.  Það var því miklu áorkað í stuttri heimsókn og ég lagðist alsæl á koddann heima í Danmörku á miðnætti í gær – það er alltaf gaman þegar gengur vel og stundum má maður klappa sér á öxlina eftir daginn.

Ég er yfirleitt mjög virk í mínu og geri hlutina sem ég tek að mér 150%. Þess vegna kunni ég illa við janúarlægðina sem ég fékk í byrjun árs. Lásuð þið öll greinina hennar Guðrúnar Sortveit? Ég mæli með því fyrir alla – HÉR. Ég sjálf fann fyrir svona lægð í fyrsta sinn og það er ekki góð tilfinning þegar maður vill vera með allt á hreinu. Svo takk Guðrún fyrir að minna mig á.


Í Osló borðuðum við hádegismat á nýlegum veitingastað, Bygdøy Allé 3, í austur hluta borgarinnar. Staðnum er skipt upp í nokkur svæði og minnir smá á t.d. Skelfiskmarkaðinn á Íslandi. Mismunandi hlutir í gangi á svæðinum eftir tíma dagsins. Mæli með að heimsækja ef þið eruð í OSLO: HÉR

Annars var það baðherbergi staðarins sem stal hjarta mínu í þessu stutta stoppi! Sem er kannski fyndið en ég var bara svo svakalega heilluð og bað meðal annars starfsmann sem hljóp framhjá að taka þessa mynd af mér á snyrtingunni –  hún var greinilega vön að vera stoppuð og beðin um slíkt því hún lét spurninguna ekki á sig fá.

Æi sjáið þið þessa fegurð! Hefði getað tekið miklu fleiri details myndir en læt Svönu Lovísu á Svart á Hvítu um það ;)

Ég las, YOU GO GIRL þegar ég leit fyrst á þetta skilti. Bæði betra.

Jakki: 10 ára gamall frá H&M, Tshirt: Monki, Buxur: Zara, Skór: Útsölumarkaður á Smáratorgi

“Trust me, you can dance.” /Tequila

Fyrir innan hurðarnar var hvert klósett-herbergi veggfóðrað með mismunandi munstri, en ég tók því miður ekki myndir af því. Mér fannst svo smart hvernig vaskarnir eru út á miðju gólfi og allir þessir ólíku speglar á veggjunum. Allt saman voðalega Instagram vænt að mínu mati.

Ha de OSLO, í þetta sinn!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FOKK OFBELDI

Skrifa Innlegg