fbpx

VANGAVELTUR

GÓÐ RÁÐ

Halló!

Ég er hálf fegin að janúar sé búin og nýr mánuður sé gengin í garð. Mér fannst janúar mjög skrítinn mánuður og smá erfiður. Það var engin sérstök ástæða afhverju mér leið svona, vildi óska að ég vissi ástæðuna en kannski var þetta bara þessi janúar-skammdegis-lægð sem allir tala alltaf um? Ég hef bara aldrei tengt neitt við það, fyrr en núna og vá hvað þetta var skrítið. Mér fannst ég alveg orkulaus, leið eins og ég væri bara stopp. Ég nennti ekki að gera neitt, sem er mjög ólíkt mér því ég vill yfirleitt vera að gera 10 hluti í einu og elska að hafa nóg að gera. Mér fannst ég bara gera það sem ég “átti” að gera en inn á milli var ég mjög áhugalaus eða mér leið allavega þannig. Hljómar kannski mjög dramatískt og janúar var ekki bara slæmur, alls ekki en kannski tengir einhver við þessa tilfinningu.

Það er samt oft gott að taka sér smá tíma “off”. Ég þarf líka að læra það er allt í góðu að gera “ekki neitt” stundum. Heimurinn í dag er ótrúlega hraður og maður vill gera allt, mikil pressa, vera 100% allsstaðar, sem er ótrúlega erfitt. Það horfa líka margir á fólk sem er á samfélgasmiðlum og halda að allt sé fullkomið en raunin er sú að svoleiðis er það alls ekki. Það líður öllum einvherntíman illa og maður veit aldrei hvað er í gangi hjá fólki á bakvið símaskjáinn. Þess vegna er alltaf gott að temja sér það að dæma ekki og vera ekki að pæla í öðrum.

Ástæðan afhverju ég er að deila þessu með ykkur er einfaldlega vegna þess að mér finnst mikilvægt líka að sýna ykkur þessa hlið líka. Því oft virðist allt vera fullkomið hjá manni á samfélagsmiðlum. Það er þó allt í góðu hjá mér og ég er mjög hamingjusöm, mér líður ekki svona lengur sem betur fer en langaði bara að deila því með ykkur. Ég gríp samt alltaf í nokkur verkfæri ef mér líður svona og mig langaði að deila þeim með ykkur.

Góð ráð við kvíða/stressi

– Hugleiða: Það tók mig langan tíma að læra að hugleiða og mér finnst ég ekki ennþá komin með það 100% en vá hvað það hjálpar mikið. Ég man í fyrsta skipti sem ég gerði þetta, þá leið mér svo kjánalega og vissi ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfan mig. Núna finn ég hvað þetta hefur góð áhrif á mig og ég mæli með að prófa sig áfram.

– Slökkva á notification á símanum: Ég gerði þetta fyrir aðeins meira en ári og vá hvað þetta hjálpaði mikið. Mér fannst ótrúlega óþægilegt að sjá alltaf öll skilaboðin framan á símanum og ýtti bara undir kvíða eða stress. Núna þarf ég alltaf að fara sjálfviljug inn í forritin.

– Hreyfing og útivera: Það að hreyfa sig gerir svo ótrúlega mikið fyrir andlega líðan. Göngutúr gerir líka helling fyrir mann og mæli ég sérstaklega með að hlusta á skemmtilegt podcast, alveg gleyma sér og anda inn fersku súrefni.

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝR UPPÁHALDS NUDE VARALITUR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Helgi Ómars

  5. February 2019

  Mikilvæg og góð færsla besta gull! Við ræddum þetta einmitt hérna í Köben, þetta skall á okkur svooo mörg og takk fyrir að vekja athygli á þessu! Timeout má alveg. Knús og kærleikur til þín elsku vinkona <3

 2. Hildur Sif

  5. February 2019

  <3

 3. Inga

  5. February 2019

  Ég hef tekið eftir þessu hjá mér undanfarin ár að yfir dimmasta tíma ársins líður mér almennt illa og er frekar framtakslaus, þetta er líklega skammdegisþunglyndi og ég vildi að það væri opnari umræða um það, takk fyrir þetta innlegg ?

 4. Marta Rún

  6. February 2019

  Mér finnst þetta frábær ráð ! Þú ert frábær!

 5. Elísabet Gunnarsdóttir

  7. February 2019

  Elsku hjartans þú! Bara svo þú vitir það, þá varstu ekki ein í þessum pakka í janúar. Ég hef aldrei áður upplifað þessa janúar lægð sem fólk talar um en tunglið hlýtur að hafa snúið einhvernvegin þetta árið því þarna var ég, nákvæmlega eins og þú lýsir í frærslunni.

  En allt á uppleið núna – áfram gakk <3